Enski boltinn

Ferguson: Rauða spjaldið drap okkur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ferguson í dag.
Ferguson í dag. Mynd. / Getty Images
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri  Manchester United, var að vonum brugðið eftir 6-1 tap fyrir grönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag.

„Ef maður skoðar fyrstu 30 mínútur leiksins þá er erfitt að trúa þessum úrslitum,“ sagði Alex Ferguson.

„Þegar Evans fékk að rautt var leikurinn í raun búinn. Við áttum aldrei möguleika eftir það“.

„Menn skammast sín eftir svona töp en núna verðum við að svara þessu og koma sterkari til baka“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×