Enski boltinn

Joe Hart: Við fáum ekkert aukastig fyrir að bursta United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joe Hart, markvörður Manchester City.
Joe Hart, markvörður Manchester City. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joe Hart, markvörður Manchester City, var rólegur eftir 6-1 stórsigur á nágrönnunum í Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fór á Old Trafford í dag. City náði fimm stiga forskot á United með þessum sigri og endaði langa sigurgöngu United-liðsins á Old Trafford.

„Við megum ekki missa okkur yfir þessum sigri. Við erum lið sem er fullt af sigurvegurum og vitum vel að við fáum ekkert aukastig fyrir að bursta Manchester United," sagði Joe Hart.

„Við heyrðum vel í stuðningsmönnum okkar í dag og við erum mjög ánægðir fyrir þeirra hönd. Við erum allir saman í þessu, leikmennirnir starfsmennirnir og stuðningsmennirnir. Við gerum þetta allir sem einn," sagði Joe Hart.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×