Enski boltinn

Versta tap Manchester United á Old Trafford síðan 1955

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Agüero fagnar hér þriðja markinu.
Sergio Agüero fagnar hér þriðja markinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það þarf að fara langt aftur til að finna aðra eins niðurlægingu og Englandsmeistarar Manchester United fengu á móti nágrönnum sínum í Manchester City á Old Trafford í dag. Það var búið að bíða lengi eftir slag tveggja efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar en yfirburðir City voru miklir ekki síst eftir að United-liðið missti mann af velli í upphafi seinni hálfleiks.

Manchester City vann leikinn 6-1 og náði um leið fimm stiga forskoti á Manchester United á toppi deildarinnar. Þetta var fyrsta tap United á heimavelli í 37 leikjum og síðan á móti Chelsea í apríl 2010 en þar með er ekki öll sagan sögð.

Þetta var líka versta tap Manchester United á Old Trafford síðan að liðið tapaði 5-0 fyrir Manchester City í febrúarmánuði 1955 eða fyrir 56 árum síðan.

Þetta var jafnframt í fyrsta sinn síðan 1930 að United fær á sig sex mörk á Old Traford en liðið tapaði þá 0-6 fyrir Huddersfield og 4-7 fyrir Newcastle með nokkra daga millibili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×