Enski boltinn

Ameobi frá vegna meiðsla

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ameobi, lengst til hægri, fagnar í leik með Newcastle.
Ameobi, lengst til hægri, fagnar í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Shola Ameobi, sóknarmaður Newcastle, verður frá næstu 4-6 vikurnar vegna meiðsla. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Newcastle sem hefur byrjað tímabilið afar vel í ensku úrvalsdeildinni.

Ameobi hefur komið við sögu í sjö leikjum Newcastle á leiktíðinni og kom inn á sem varamaður í 1-0 sigri liðsins gegn Wigan um helgina.

Hann fann fyrir óþægindum skömmu eftir að hann kom inn á en kláraði samt leikinn. Í ljós kom að hann tognaði á vöðva aftan í læri og verður því frá næstu vikurnar.

Þeir Demba Ba og Leon Best hafa staðið sig vel í fremstu víglínu Newcastle í haust en Ameobi hefur einnig öflugar innkomur. Hann tryggði Newcastle til að mynda 2-2 jafntefli gegn Tottenham í síðustu viku.

Ameobi hefur verið á mála hjá Newcastle síðan hann var þrettán ára gamall og skorað alls 71 mark í 210 leikjum með aðalliði félagsins.

Bróðir hans, Tomi, spilaði með BÍ/Bolungarvík í 1. deildinni í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×