Enski boltinn

Al-Fayed: Mark Hughes er furðulegur maður

Mark Hughes;
Mark Hughes;
Þó svo Mark Hughes hafi yfirgefið Fulham í sumar er hann ekki hættur að rífast við eiganda félagsins, Mohamed Al-Fayed. Hughes hafði ekki áhuga á að þjálfa Fulham áfram og fór því í sumar.

Hughes gaf í skyn um helgina að metnaður félagsins væri ekki sá sami og hann hefði. Hann hefði ekki viljað vinna í metnaðarlausu umhverfi.

"Mikið svakalega er Mark Hughes furðulegur maður. Hann var rekinn frá Man. City og var að falla í gleymsku þegar ég bjargaði honum og gaf honum starf," sagði Al-Fayed í opnu bréfi.

"Þegar illa áraði þá pressaði ég ekki á hann heldur veitti honum minn stuðning. Við vorum búnir að ná samkomulagi um nýjan samning og daginn sem hann átti að skrifa undir þá labbaði hann út án þess að útskýra almennilega hvað væri að.

"Nú er hann síðan farinn að móðga félagið og segir að okkur skorti metnað. Þetta félag náði samt áttunda sæti í deildinni síðasta vetur og komst í Evrópudeildinni. Hann er ekki bara dónalegur heldur hefur hann hreinlega rangt fyrir sér. Maðurinn er flopp sem þjálfari og þorði ekki að taka að sér verkefnið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×