Enski boltinn

Eriksson hætti hjá Leicester

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sven-Göran Eriksson og enska B-deildarfélagið Leicester komust í gær að samkomulagi um starfslok en liðið hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu til þessa.

Leicester vann fimm af fyrstu þrettán leikjum tímabilsins og steinlá svo um helgina fyrir Millwall á heimavelli, 3-0. Aðstoðarmaður Eriksson, Derek Fazackerly, er einnig hættur.

Eriksson og Fazackery höfðu starfað hjá félaginu í þrettán mánuði en skömmu áður var félagið keypt af eignarhaldsfélagi frá Tælandi. Leicester var í neðsta sæti B-deildarinnar í Englandi þegar Eriksson tók við en náði að stýra liðinu upp í tíunda sæti áður en tímabilinu lauk.

Félagið eyddi svo miklum pening í leikmannakaup í sumar en þrátt fyrir það er liðið nú í þrettánda sæti deildarinnar.

Martin O'Neill stýrði Leicester frá 1995-2000 og hefur verið orðaður við starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×