Enski boltinn

Van der Vaart vorkennir Defoe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart í leik með Tottenham.
Rafael van der Vaart í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Rafael van der Vaart segist vorkenna Jermain Defoe fyrir að hafa ýtt honum út úr byrjunarliði Tottenham.

Van der Vaart vill helst spila sem sóknartengiliður fyrir aftan Emmanuel Adebayor sem er yfirleitt fremsti sóknarmaður hjá Tottenham.

Defoe spilaði þá rullu í upphafi tímabilsins og var Van der Vaart þá oft hafður út á kanti. Við það var Hollendingurinn ósáttur og kvartaði undan því opinberlega.

Stjóri Tottenham, Harry Redknapp, hefur valið Van der Vaart í stöðu sóknartengiliðs að undaförnu og skoraði hann bæði mörkin í 2-1 sigri liðsins á Blackburn um helgina.

„Ég skora bara þegar ég er valinn í liðið,“ sagði Van der Vaart í samtali við enska fjölmiðla. „Mér finnst að ég sé byrjunarliðsmaður en ég vorkenni Jermain auðvitað líka.“

„Mér finnst að við getum spilað saman. Það verður því bara að koma í ljós hvernig þetta verður eftir því sem líður á tímabilið.“

Van der Vaart hefur verið að glíma við meiðsli af og til en segist nú vera 100 prósent heill heilsu. „Ég er að spila og að skora. Ég get ekki gert meira en það. Mér líður með hverjum deginum sem líður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×