Fótbolti

Clemente rekinn frá Kamerún

Javier Clemente.
Javier Clemente.
Spánverjinn Javier Clemente hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Kamerún. Brottreksturinn hefur legið í loftinu í margar vikur enda komst Kamerún ekki í úrslit Afríkubikarsins.

"Við munum ráða nýjan þjálfara fljótlega. Okkur vantar heillandi þjálfara sem lætur leikmenn ekki stjórna sér. Menn eiga ekki að fá neitt ókeypis hjá þjálfaranum," sagði í yfirlýsingu frá kamerúnska knattspyrnusambandinu.

Hermt var að Clemente væri afar linur við leikmenn liðsins sem fengju að stýra því sem þeir vildu stýra. Það sætti knattspyrnusambandið sig ekki við.

Clemente tók við liðinu í ágúst á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×