Fótbolti

Tvær breytingar á byrjunarliði kvennalandsliðsins

Dóra María kemur inn í liðið.
Dóra María kemur inn í liðið.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í kvöld hvernig byrjunarliðið gegn Norður-Írum verður skipað. Leikurinn er liður í undankeppni EM.

Þær Dóra María Lárusdóttir og Dagný Brynjarsdóttir koma inn í liðið fyrir þær Laufeyju Ólafsdóttur og Málfríði Ernu Sigurðardóttur.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Þóra Helgadóttir

Hægri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir: Sif Atladóttir og Katrín Jónsdóttir, fyrirliði

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir

Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×