Enski boltinn

Bannan settur í bann hjá Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Barry Bannan í leik með Aston Villa.
Barry Bannan í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
Barry Bannan hefur verið settur í tímabundið bann hjá félagi sínu, Aston Villa, á meðan rannsókn á meintum ölvunarakstri Bannan stendur yfir.

Bannan var handtekinn á sunnudagsmorgun ásamt öðrum knattspyrnukappa, James Collins hjá Shrewsbury og fyrrum leikmanni Villa, eftir að þeir lentu í árekstri.

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, tilkynnti í gær að félagið hafi sett af stað rannsókn á málinu og hefur nú bætt við að Bannan hafi verið settur í tímabundið bann.

„Hann mun því ekki spila um helgina gegn Sunderland,“ sagði McLeish en Bannan, sem er aðeins 21 árs gamall, er einn efnilegasti leikmaður félagsins sem og skoska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×