Enski boltinn

Wenger: Park tilbúinn fyrir úrvalsdeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með framlag Kóreumannsins Park Chu-Young í leiknum gegn Bolton í enska deildabikarnum í gær, og segir hann tilbúinn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal keypti Park frá AS Monaco skömmu áður en lokað var fyrir félagaskipti í sumar en hann skoraði í gær sitt fyrsta mark fyrir félagið er liðið vann 2-1 sigur á Bolton.

Park hefur ekki enn spilað deildarleik fyrir Arsenal en líklegt er að hann verði á bekknum þegar að Arsenal mætir Chelsea um helgina.

„Ég var mjög ánægður með frammistöðuna hans. Hann sýndi hversu klókur leikmaður hann er og góður í samspili við aðra leikmenn. Hreyfigetan hans er frábær og hann markið sem hann skoraði var virkilega gott.“

„Mér fannst hann svolítið takmarkaður í leiknum gegn Shrewsbury fyrr í haust en nú fengum við að sjá hversu öflugur leikmaður hann er. Hann sýndi að hann er tilbúinn að spila í deildinni.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×