Stuðningsmaður Wikileaks stöðvaður - óþolandi áreiti segir þingmaður 27. október 2011 20:43 Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu. Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar lætur staðar numið í borginni Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira
Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu.
Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Hjálmar lætur staðar numið í borginni Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Sjá meira