Stuðningsmaður Wikileaks stöðvaður - óþolandi áreiti segir þingmaður 27. október 2011 20:43 Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Einn af stuðningsmönnum Wikileak-síðunnar, Jacob Appelbaum, þurfti að sæta sérstakri öryggisleit á Keflavíkurflugvelli í dag, en hann var að koma frá Svíþjóð og var ferðinni heitið til Bandaríkjanna. Það var vefsíðan Grapevine sem greindi frá því að Jason væri í haldi á Keflavíkurflugvelli. Það er þó ekki fyllilega rétt, því eftirlitið sem um ræðir, og heitir á ensku, Secondary Security Screening Selection (SSSS), er nokkurskonar aukaeftirlit sem er framkvæmt af beiðni bandarískra flugöryggisyfirvalda. Þetta er engu að síður í annað skiptið sem Jason þarf að gangast í gegnum slík aukaeftirlit á Keflavíkurflugvelli, síðast lenti hann í því í janúar 2010 þegar hann hafði verið í fríi hér á landi. Appelbaum varð heimsþekktur eftir að hann varði gjörðir Wikileaks á ráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2010. Sjálfur er hann tölvusérfræðingur og hakkari. Eftir að hann hélt ræðuna hefur hann verið stöðvaður minnsta kosti fimm sinnum, nú sex sinnum, í millilandaflugi til og frá Bandaríkjunum. Sjálfur segist hann ofsóttur af bandarískum yfirvöldum vegna stuðnings síns við Wikileaks. „Það er bara ömurlegt að íslensk yfirvöld skuli taka þátt í þessu áreiti," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem þekkir Jacob persónulega. Hún segir þetta áreiti lítið annað en niðurlægingu, „sérstaklega í ljósi þess að maðurinn hefur ekki verið ákærður fyrir neitt. Þetta er óþolandi," segir Birgitta. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Keflavíkurflugvallar, sagðist ekki hafa sérstakar upplýsingar um ferðir Jacobs. Hann áréttaði hinsvegar að aukaeftirlitið væri tilviljanakennt og framkvæmt að kröfu bandarískra flugöryggismálayfirvalda. Friðþór segir að ákveðinn hluti farþega lendi í þessu eftirliti. Hver sem er getur lent í því. Eftirlitið lýsir sér þannig að það er leitað talsvert betur á farþegum, síðan er þeim gert að bíða í afviknum sal þar sem þeir mega ekki blandast öðrum farþegum á ný. Síðan fá þeir að halda áfram óáreittir. Spurður hvort Jacob sé einfaldlega svona óheppinn að lenda tvisvar í sömu leitinni á Keflavíkurflugvelli, svarar Friðþór: „Ég myndi halda það. Menn eru allavega ekki sigtaðir út eftir nöfnum." Jacob er nú í flugi á leiðinni til Bandaríkjanna að sögn Birgittu.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira