Enski boltinn

Suarez tæpur fyrir helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luis Suarez fagnar í leiknum gegn Stoke í vikunni.
Luis Suarez fagnar í leiknum gegn Stoke í vikunni. Nordic Photos / Getty Images
Óvíst er hvort að Luis Suarez geti spilað með Liverpool gegn West Brom þegar liðin mætast síðdegis á morgun í ensku úrvalsdeildinni.

Suarez var hetja Liverpool er hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Stoke í enska deildabikarnum í vikunni en hann haltraði af velli skömmu fyrir leikslok.

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sagði á heimasíðu félagsins að ákvörðun yrði tekin í morgun, á fyrsta lagi. „Það verður bara að koma í ljós. Þetta hefur verið erfitt hjá honum að undanförnu en við ætlum að sjá til hvernig hann verður á morgun.“

„Luis fékk smá högg og fékk hann nudd í gærmorgun," sagði Steve Clarke, aðstoðarstjóri Liverpool. „En hann var ekki sá eini - alls fengu 3-4 leikmenn högg í þessum leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×