Enski boltinn

Chelsea fékk 3,6 milljóna sekt fyrir framkomu leikmanna á móti QPR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Chelsea mótmæla hér Chris Foy í leiknum.
Leikmenn Chelsea mótmæla hér Chris Foy í leiknum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea fékk 20 þúsund punda sekt frá enska knattspyrnusambandinu vegna framkomu leikmanna sinna í leiknum á móti Queens Park Rangers í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Þetta þýðir sekt upp á rétt tæpar 3,6 milljónir íslenskra króna.

Leikmenn Chelsea voru langt frá því að vera sáttir með dómgæslu Chris Foy í umræddum leik en hann rak meðal annars bæði Jose Bosingwa og Didier Drogba útaf í fyrri hálfleiknum.

Aganefnd enska sambandsins sagði í úrskurði sínum að Chelsea hafi mistekist að sjá til þess að leikmenn liðsins höguðu sér með sæmandi hætti inn á vellinum.

Queens Park Rangers vann leikinn 1-0 og það var Heiðar Helguson sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 10. mínútu leiksins. Chelsea-liðið var óheppið að skora ekki í seinni hálfleiknum þrátt fyrir að leika tveimur mönnum færri inn á vellinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×