Enski boltinn

Aron Einar skoraði í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, til vinstri, í leik með Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson, til vinstri, í leik með Cardiff. Nordic Photos / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson skoraði í kvöld sitt fyrsta mark fyrir enska B-deildarliðið Cardiff en það dugði ekki til þar sem að liði tapaði fyrir Peterborough á útivelli, 4-3.

Aron Einar kom sínum mönnum í 3-2 forystu á 79. mínútu en leikmenn Peterborough skoruðu tvívegis á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggðu sér þar með sigurinn. Aron Einar lék allan leikinn en markið skoraði hann eftir stungusendingu inn fyrir vörn heimamanna.

Brynjar Björn Gunnarsson var á bekknum hjá Reading þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Derby. Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Ipswich sem vann 1-0 sigur á Portsmouth á sama tíma. Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, er frá vegna meiðsla, rétt eins og Ívar.

Southampton kom sér í þægilega stöðu á toppi deildarinnar eftir 1-0 sigur á West Ham sem er í öðru sæti og nú fimm stigum á eftir Southampton.

Middlesbrough og Derby eru einnig með 21 stig, rétt eins og West Ham, en báðum liðum mistókst að vinna sína leiki í kvöld.

Ipswich er í sjötta sætinu með 20 stig, Cardiff í því tólfta með sautján stig og Reading í fjórtánda sæti með sextán stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×