Enski boltinn

Nýliðar Swansea unnu Stoke - tveir heimasigrar í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Scott Sinclair skorar úr vítinu.
Scott Sinclair skorar úr vítinu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Swansea City fagnaði sínum öðrum heimasigri í röð í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið vann 2-0 sigur á Stoke í Wales í dag. Sigurinn kom Swansea upp í tíunda sæti deildarinnar en Stoke er í áttunda sæti með einu stig meira.

Scott Sinclair skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu strax á 9. mínútu leiksins. Sinclair fékk vítið sjálfur eftir brot Ryan Shawcross.

Danny Graham skoraði síðan seinna markið fimm mínútum fyrir leikslok og tryggði með því góðan sigur síns liðs.

Þetta var annar heimasigur Swansea í röð en liðið vann 3-0 sigur á West Bromwich Albion fyrir tveimur vikum. Stoke hefur hinsvegar aðeins náð í eitt stig af níu mögulegum síðan að liðið vann Liverpool í septemberbyrjun.





Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×