Enski boltinn

Stórefnilegur táningur til Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes er stjóri Everton.
David Moyes er stjóri Everton. Nordic Photos / Getty Images
Þó svo að Everton hafi ekki getað keypt leikmenn til félagsins að nokkru ráði undanfarin ár hefur félaginu samt tekist að klófesta hinn fimmtán ára gamal George Green frá enska D-deildarfélaginu Bradford City.

Everton gæti þurft að greiða á endanum tvær milljónir punda fyrir strákinn ef hann stendur sig vel en fjölmörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa verið að fylgjast með Green að undanförnu.

Forráðamenn Bradford eru hæstánægðir með samninginn. „Þetta er einn stærsti samningur sem hefur verið gerður fyrir fimmtán ára leikmann félags í ensku D-deildinni,“ sagði Archie Christie hjá Bradford.

„En George er besti leikmaður sem ég hef nokkru sinni séð í þeirri stöðu sem hann spilar í. Hann gæti orðið nýr Wayne Rooney eða Paul Gascoigne.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×