Enski boltinn

Redknapp segir hegðun stuðningsmanna hafa verið viðbjóðslega

Spurning hvort þessi stuðningsmaður hafi farið yfir strikið?
Spurning hvort þessi stuðningsmaður hafi farið yfir strikið?
Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem félögin lýsa yfir vonbrigðum sínum með hegðun áhorfenda á leik liðanna um helgina.

Bæði stuðningsmenn Spurs og Arsenal urðu sér til skammar með ljótum köllum. Meðal annars var gert grín að skotárásinni sem knattspyrnulandslið Tógó varð fyrir. Emmanuel Adebayor, leikmaður Spurs og fyrrum leikmaður Arsenal, slapp lifandi úr þeirri árás.

"Þetta var viðbjóðslegt. Hvernig er hægt að láta svona út úr sér? Það getur enginn heilbrigður maður sagt svona hluti. Þeir sem öskruðu þennan viðbjóð þurfa á aðstoð að halda," sagði Harry Redknapp, stjóri Spurs.

Forráðamenn Tottenham ætla að reyna að hafa upp á sökudólgunum. Ef það tekst fara viðkomandi í lífstíðarbann frá White Hart Lane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×