Enski boltinn

Rauða spjaldið sem Rodwell fékk tekið til baka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Atikinson sýnir Rodwell rauða spjaldið um helgina.
Atikinson sýnir Rodwell rauða spjaldið um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Jack Rodwell þarf ekki að taka út þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk  í leik Everton og Liverpool um helgina þar sem enska knattspyrnusambandið hefur tekið til greina áfrýjun fyrrnefnda félagsins.

Rodwell fékk beint rautt spjald fyrir að tækla Luis Suarez, leikmann Liverpool, frá Martin Atkinson, dómara leiksins. Staðan í leiknum var þá 0-0 en Liverpool vann á endanum 2-0 sigur.

Efftir leik var David Moyes öskureiður vegna dómsins en hann sagði að tæklingin hafi ekki einu sinni verðskuldað aukaspyrnu. „Þetta eyðilagði leikinn. Það er mikið rætt um tæklingar í grannaslögum en þetta var ekki slæm tækling.“

Rodwell getur því spilað með Everton á nýjan leik strax eftir að landsleikjahlénu lýkur um þarnæstu helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×