Enski boltinn

Shearer mælir með Redknapp fyrir enska landsliðið

Harry Redknapp.
Harry Redknapp.
Knattspyrnugoðsögnin Alan Shearer hefur útilokað að hann taki við enska landsliðinu af Fabio Capello. Shearer mælir aftur á móti með Harry Redknapp í starfið. Shearer segist alls ekki hafa þá reynslu sem þarf til þess að stýra enska landsliðinu. Hann hefur aðeins stýrt Newcastle til skamms tíma árið 2009.

"Það eru mikli reynslumeiri þjálfarar þarna úti en ég," sagði Shearer.

"Þegar maður horfir á hvað menn eins og Harry Redknapp og Roy Hodgson hafa gert þá er hreinlega rangt að setja mig á sama stall.

"Ég væri alveg til í að þjálfa landsliðið síðar en ekki núna. Harry væri frábær kostur fyrir landsliðið. Sérstaklega þar sem hann nær góðu sambandi við leikmenn sína. Harry hefur þá kosti sem þarf í starfið."

Shearer er alltaf reglulega orðaður við störf á Englandi og nú síðast við Nott. Forest sem er að leita að nýjum stjóra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×