Innlent

Undirbúa vegaframkvæmdir í Teigsskógi

Myndin er af vegi sem tengist fréttinni ekki.
Myndin er af vegi sem tengist fréttinni ekki.
Vegagerðin er byrjuð að safna upp efni í grjótfyllingu fyrir umdeildan veg í gegnum Teigsskóg og þekur það nú heilan flugvöll í Gufudalssveit.

Þetta eru stóreflis björg upp á þúsundir rúmmetra sem búið er að raða endilangt eftir fimm hundruð metra langri flugbrautinni á Melanesi og blasa við þeim sem aka um Vestfjarðaveg.

Skammt frá, á Skálanesi, er verið að leggja nýja veg og grjótið sem þaðan þurfti að fjarlægja reyndist mun meira en búist var við og sá Vegagerðin sér leik á borði að fá verktakann, KNH, til að safna því upp á þennan geymslustað. Þarna handan fjarðar er nefnilega Teigsskógur en til að komast þangað þarf mikið grjót í fyllingu og það er í þeim tilgangi sem Vegagerðin vill hafa grjótið til taks.

Magnús Jóhannsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, tekur reyndar fram að ef ekki verði leyft að fara með veginn þarna yfir þá muni grjótið nýtast í fyllingu annarsstaðar í Gufufirði, því einhversstaðar verði vegurinn að liggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×