Enski boltinn

Carlos Tevez neitar að biðja Mancini afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlos Tevez segir að hann hafi enga ástæðu til að biðja Roberto Mancini afsökunar og heldur því fram að liðsfélagar sínir muni standa með honum í deilunni við stjórann. Þetta hefur BBC eftir leikmanninum en blaðamenn máttu ekki spyrja Roberto Mancini út í Tevez-málið á blaðamannfundi í dag.

Mancini hefur sagt að Tevez muni aldrei spila fyrir hann aftur eftir að Argentínumaðurinn neitaði að hans sögn að koma inn á í tapleiknum á móti Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Tevez var settur í tveggja vikna verkbann þar sem hann má hvorki æfa né spila með Manchester City liðinu en Tevez segist vera saklaus í þessu máli og ætlar ekki biðja ítalska stjórann afsökunar á því sem samkvæmt honum gerðist aldrei.

Tevez segir líka að liðsfélagar hans styðji hans útgáfu af atburðunum á Allianz Arena í München. James Milner, Aleksandar Kolarov, Edin Dzeko og Pablo Zabaleta voru með Carlos Tevez á varamannabekknum þegar þetta gekk allt saman á en Tevez talaði strax um misskilning í fréttatilkynningu sinni daginn eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×