Chelsea vann Fulham í vítakeppni þrátt fyrir að Lampard hafi klikkað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2011 21:39 John Terry fagnar markverðinum Ross Turnbull. Mynd/AP Chelsea komst áfram í kvöld í enska deildarbikarnum eftir 4-3 sigur á Fulham eftir vítakeppni í leik liðanna á Stamford Bridge í 3. umferð keppninnar. Cardiff City vann Leicester City líka í vítakeppni og Phil Neville tryggði Everton sigur á West Bromwich Albion í framlengingu. Chelsea-menn léku manni færri í 72 mínútur á móti Fulham eftir að Alex var rekinn útaf en Fulham klikkaði á vítinu sem dæmt var á Alex. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingu og Chelsea vann síðan vítakeppnina þrátt fyrir að Frank Lampard hafi látið Mark Schwarzer verja frá sér fyrstu spyrnu Chelsea. Chelsea-menn skoruðu úr fjórum síðustu spyrnum sínum en Fulham klikkaði á tveimur. Ross Turnbull varði þriðju spyrnu Fulham frá Moussa Dembélé og John Ruiz skaut síðan í slána í síðustu spyrnu Fulham-manna. Chelsea lék manni færri frá því í upphafi seinni hálfleiks. Alex fékk rauða spjaldið og dæmt á sig víti fyrir að brjóta á Kerim Frei á 48. mínútu en Pajtim Kasami klikkaði á vítaspyrnunni. Það var á endanum ekkert skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Phil Neville tryggði Everton 2-1 sigur á West Bromwich Albion á Goodison Park þegar hann skoraði sigurmarkið á 103. mínútu eftir sendingu frá Royston Drenthe. Marouane Fellaini hafði tryggt Everton framlengingu með því að jafna metin mínútu fyrir leikslok.Úrslit og markaskorarar í enska deildarbikarnum í kvöld:Brighton & Hove Albion - Liverpool 1-2 0-1 Craig Bellamy (7.), 0-2 Dirk Kuyt (81.), 1-2 Ashley Barnes, víti (90.)Cardiff City - Leicester City 2-2 (2-2, framlengt) Cardiff vann 7-6 í vítakeppni 1-0 Don Cowie (33.), 1-1 Steve Howard (40.), 1-2 Lloyd Dyer (66.), 2-2 Rudy Gestede (82.)Chelsea - Fulham 0-0 (0-0, framlengt) Chelsea vann 4-3 í vítakeppniManchester City - Birmingham 2-0 1-0 Owen Hargreaves (17.), 2-0 Mario Balotelli (38.)Southampton - Preston North End 2-1 1-0 Jos Hooiveld (27.), 1-1 Adam Barton (51.), 2-1 Adam Lallana (70.)Everton - West Bromwich 2-1 (1-1, framlengt) 0-1 Chris Brunt (57.), 1-1 Marouane Fellaini (89.), 2-1 Phil Neville (103.) Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Chelsea komst áfram í kvöld í enska deildarbikarnum eftir 4-3 sigur á Fulham eftir vítakeppni í leik liðanna á Stamford Bridge í 3. umferð keppninnar. Cardiff City vann Leicester City líka í vítakeppni og Phil Neville tryggði Everton sigur á West Bromwich Albion í framlengingu. Chelsea-menn léku manni færri í 72 mínútur á móti Fulham eftir að Alex var rekinn útaf en Fulham klikkaði á vítinu sem dæmt var á Alex. Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma eða framlengingu og Chelsea vann síðan vítakeppnina þrátt fyrir að Frank Lampard hafi látið Mark Schwarzer verja frá sér fyrstu spyrnu Chelsea. Chelsea-menn skoruðu úr fjórum síðustu spyrnum sínum en Fulham klikkaði á tveimur. Ross Turnbull varði þriðju spyrnu Fulham frá Moussa Dembélé og John Ruiz skaut síðan í slána í síðustu spyrnu Fulham-manna. Chelsea lék manni færri frá því í upphafi seinni hálfleiks. Alex fékk rauða spjaldið og dæmt á sig víti fyrir að brjóta á Kerim Frei á 48. mínútu en Pajtim Kasami klikkaði á vítaspyrnunni. Það var á endanum ekkert skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Phil Neville tryggði Everton 2-1 sigur á West Bromwich Albion á Goodison Park þegar hann skoraði sigurmarkið á 103. mínútu eftir sendingu frá Royston Drenthe. Marouane Fellaini hafði tryggt Everton framlengingu með því að jafna metin mínútu fyrir leikslok.Úrslit og markaskorarar í enska deildarbikarnum í kvöld:Brighton & Hove Albion - Liverpool 1-2 0-1 Craig Bellamy (7.), 0-2 Dirk Kuyt (81.), 1-2 Ashley Barnes, víti (90.)Cardiff City - Leicester City 2-2 (2-2, framlengt) Cardiff vann 7-6 í vítakeppni 1-0 Don Cowie (33.), 1-1 Steve Howard (40.), 1-2 Lloyd Dyer (66.), 2-2 Rudy Gestede (82.)Chelsea - Fulham 0-0 (0-0, framlengt) Chelsea vann 4-3 í vítakeppniManchester City - Birmingham 2-0 1-0 Owen Hargreaves (17.), 2-0 Mario Balotelli (38.)Southampton - Preston North End 2-1 1-0 Jos Hooiveld (27.), 1-1 Adam Barton (51.), 2-1 Adam Lallana (70.)Everton - West Bromwich 2-1 (1-1, framlengt) 0-1 Chris Brunt (57.), 1-1 Marouane Fellaini (89.), 2-1 Phil Neville (103.)
Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira