Enski boltinn

Real Madrid hefur áhuga á Gary Cahill

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gary Cahill í leik með Bolton.
Gary Cahill í leik með Bolton. Mynd. / Getty Images
Spænska stórveldið Real Madrid hefur bæst í kapphlaupið um varnarmanninn Gary Cahill frá Bolton, en talið er að leikmaðurinn eigi eftir að yfirgefa enska félagið í janúar næstkomandi.

Mörg lið reyndu að fá leikmanninn til liðs við sig í sumar en allt kom fyrir ekki. Arsenal, Tottenham og Chelsea reyndu öll að klófesta þennan snjalla miðvörð í sumar og nú hefur Real Madrid bæst við í þann hóp.

Líklegt er að leikmaðurinn verði seldur í janúar þar sem hann á aðeins eitt ár eftir að samning sínum við Bolton.

Cahill getur í raun farið frá Bolton eftir núverandi tímabil á frjálsri sölu og því er talið líklegt að forráðarmenn Bolton reyni að selja leikmanninn þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×