Enski boltinn

Owen: Myndi aldrei segja nei við enska landsliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Owen í leik með United gegn Leeds í síðustu viku.
Owen í leik með United gegn Leeds í síðustu viku. Mynd. / Getty Images
Enski knattspyrnumaðurinn, Michael Owen, telur að hann eigi ekki afturgengt í enska landsliðið og hann ætlar sér frekar að berjast fyrir sæti sínu í hópnum hjá Manchester United.

Þessi 31 árs framherji er fjórði markahæsti leikmaður enska landsliðsins frá upphafi, en hann hefur skorað 40 mörk í þeim 89 landsleikjum sem Owen hefur tekið þátt í.

„Ég var alltaf í hóp hjá landsliðinu í heilann áratug og allt í einu datt ég út úr myndinni," sagði Owen.

„Ég myndi aldrei segja nei við enska landsliðið, en ég er samt ósáttur hvernig landsliðsferillinn minn endaði".

„Ef símtalið kemur þá verð ég mættur á innan við fimm mínútum".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×