Erlent

Úrskurðaður í 8 vikna gæsluvarðhald

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik var úrskurðaður í átta vikna langt gæsluvarðhald, þar af fjórar vikur í einangrun, í héraðsdómi Oslóar um klukkan hálf eitt í dag.

Samkvæmt norskum lögum er ekki hægt að leggja fram beiðni um lengri einangrunarvist en fjórar vikur. Dómarinn í málinu sagði eðlilegt að Breivik yrði í einangrun þar sem mikil hætta stafaði að honum. Ef hann væri í opnu fangelsi gæti hann miðlað upplýsingum til hugsanlegra samverkamanna sinna.

Verjandi Breivik sagði að hann hafi verið klæddur í dökk föt og verið yfirvegaður fyrir dómara í dag. Hann mótmælti því að þurfa að vera í einangrun. Réttarhaldið var ekki opið fjölmiðlum eða almenningi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×