Hargreaves og Inzaghi spila ekki í Meistaradeildinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2011 10:30 Fróðlegt verður að sjá hvernig Hargreaves tekur sig út í ljósbláum búningi City. Mynd / www.mcfc.co.uk Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan. Kaup Manchester City á Owen Hargreaves hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi var Hargreaves síðast á mála hjá erkifjendunum í United og þá hefur hann glímt við þrálát meiðsli undanfarin þrjú ár. Hann er líklega hugsaður sem varaskeifa fyrir Hollendinginn Nigel de Jong á miðju City en á þó töluvert í land með að komast í leikform að mati Roberto Mancini, stjóra City. Mancini telur að Hargreaves þurfi að leggja hart að sér í hálfan annan mánuði til viðbótar áður en hann geti byrjað að spila fyrir City. Leikmannahópur félagsins er gríðarlega sterkur og Wayne Bridge er annar leikmaður sem verður ekki í 25 manna hópnum sem tilkynntur verður síðar í dag. Inzaghi, sem er orðinn 38 ára, missti líklega sæti sitt til miðjumannsins Antonio Nocerino sem keyptur var til Milan frá Palermo á lokadegi félagaskiptagluggans. Baráttan um framherjastöðuna hjá Milan er hörð en Pato, Robinho, Cassano og Zlatan eru allir á undan Inzaghi í röðinni hjá stjóranum Massimiliano Allegri. Inzaghi er næstmarkahæsti leikmaður í Evrópukeppnum frá upphafi með 70 mörk. Spánverjinn Raul, leikmaður Schalke, hefur skorað tveimur mörkum meira. Inzaghi hefur skorað 46 markanna í Meistaradeildinni og tvívegis verið í sigurliði AC Milan í keppninni. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Félögin 32 sem skipa riðlana átta í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þurfa að skila 25 manna lista til evrópska knattspyrnusambandsins í dag. Nú þegar er ljóst að tvö stór nöfn komast ekki í hópinn hjá félögum sínum. Owen Hargreaves hjá Manchester City og Filippo Inzaghi framherji AC Milan. Kaup Manchester City á Owen Hargreaves hafa vakið töluverða athygli. Í fyrsta lagi var Hargreaves síðast á mála hjá erkifjendunum í United og þá hefur hann glímt við þrálát meiðsli undanfarin þrjú ár. Hann er líklega hugsaður sem varaskeifa fyrir Hollendinginn Nigel de Jong á miðju City en á þó töluvert í land með að komast í leikform að mati Roberto Mancini, stjóra City. Mancini telur að Hargreaves þurfi að leggja hart að sér í hálfan annan mánuði til viðbótar áður en hann geti byrjað að spila fyrir City. Leikmannahópur félagsins er gríðarlega sterkur og Wayne Bridge er annar leikmaður sem verður ekki í 25 manna hópnum sem tilkynntur verður síðar í dag. Inzaghi, sem er orðinn 38 ára, missti líklega sæti sitt til miðjumannsins Antonio Nocerino sem keyptur var til Milan frá Palermo á lokadegi félagaskiptagluggans. Baráttan um framherjastöðuna hjá Milan er hörð en Pato, Robinho, Cassano og Zlatan eru allir á undan Inzaghi í röðinni hjá stjóranum Massimiliano Allegri. Inzaghi er næstmarkahæsti leikmaður í Evrópukeppnum frá upphafi með 70 mörk. Spánverjinn Raul, leikmaður Schalke, hefur skorað tveimur mörkum meira. Inzaghi hefur skorað 46 markanna í Meistaradeildinni og tvívegis verið í sigurliði AC Milan í keppninni.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira