Erlent

Segjast hafa handtekið syni Gaddafís

Fólk fagnar nú á götum úti í Trípólí.
Fólk fagnar nú á götum úti í Trípólí. AP
Uppreisnarmenn í Líbíu segjast hafa handtekið þrjá syni Muammars Gaddafí Líbíuleiðtoga. Leiðtogi upppreisnarmannanna, Mustafa Abdel Jalil, segir að þeim sé haldið á öruggum stað og verði ekki gert mein.

Uppreisnarmennirnir nálgast miðborg Trípólí óðfluga og hafa mætt lítilli mótspyrnu. Hundruðir íbúa eru sagðir fagna þeim þar sem þeir koma, en þeir hafa náð stórum hluta borgarinnar á sitt vald nú í kvöld. Meðal annars hafa þeir náð stórri herstöð á sitt vald og gátu þar nálgast mikið magn af vopnum.

Gaddafí hefur hvatt íbúa borgarinnar til að grípa til vopna og berjast gegn uppreisninni. Hann segist vera í Trípólí og að hann muni ekki yfirgefa borgina. Talsmaður Líbíustjórnar sagði fyrir stundu að 1300 manns hefðu látist í átökunum frá því í gærkvöldi, og fimm þúsund væru sárir. Hann segir þúsundir stuðningsmanna Gaddafís tilbúna til að berjast fyrir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×