Umfjöllun: Framarar á flugi í Laugardalnum - Lennon með þrennu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 22. ágúst 2011 14:39 Steven Lennon. Mynd/Stefán Steve Lennon var hetja Framarar þegar hann skoraði þrennu í fyrsta heimsigri liðsins í sumar. Fórnarlömbin voru Valsarar sem sáu aldrei til sólar í Laugardalnum. Lokatölur 3-1 og Framarar ekki af baki dottnir í fallbaráttunni en þeir eru ósigraðir í þremur leikjum. Það var ljóst strax frá upphafi í hvað stefndi. Framarar voru mun ákveðnari, létu vaða á markið hvaðanæva að vellinum og uppskáru mark snemma leiks. Þá sendi Sam Tillen frábæran bolta frá vinstri á kollinn á Lennon sem skallaði í fjærhornið framhjá Haraldi. Fallegt mark en miðverðir Valsmanna víðsfjarri. Framarar voru mun grimmari í hálfleiknum og hefðu getað bætt við mörkum. Sam Hewson skaut meðal annars í slá og Valsmenn virkuðu áhuga- og andlausir. Í síðari hálfleik byrjuðu Valsmenn ögn betur en það fjaraði fljótlega undan því. Þeir gerðu slæm mistök 53. mínútu þegar Atli Sveinn sendi hættulegan bolta tilbaka á Harald markvörð. Haraldur spyrnti fram á völlinn en beint í lappir á Sam Hewson sem brunaði af stað. Almarr kom í utan á hlaup, sendi á Kristin sem framlengdi á Lennon. Skotinn þakkaði fyrir sig og kom heimamönnum í 2-0. Framar gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. Þá átti Kristinn Ingi frábæran sprett upp hægri kantinn þar sem hann lék á Pól Justinussen. Fyrirgjöf Kristins var slök, fyrir aftan Steve Lennon sem náði þó skoti með hælnum. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni Vals sem gerði Haraldi erfitt um vik. Staðan 3-0 og leikurinn unninn. Guðjón Pétur Lýðsson minnkaði muninn með snyrtilegu marki skömmu fyrir leikslok en úrslitin voru ráðin. Undir lokin fór rauða spjaldið á loft með mínútu millibili. Fyrst fékk Jónas Tór Næs sitt annað gula spjald fyrir brot á Almari. Framarar tóku aukaspyrnuna, sendu á Almarr sem féll við eftir samskipti við Arnar Svein Geirsson. Undirritaður sá ekki nógu vel hvað gerðist en Guðmundur Ársæll lyfti rauða spjaldinu. Líklegt að hann hafi metið sem svo að um olnbogaskot hafi verið að ræða. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Þeirra annar sigur í sumar og sá fyrsti á heimavelli. Liðið hefur fengið fimm stig úr seinustu þremur leikjum og ef það er eitthvað lið á Íslandi sem kann að bjarga sér frá falli þá er að Fram. Slæmur leikur hjá Völsurum breyttist í martröð í lokin með rauðu spjöldunum. Liðið hefði haldið sér í bullandi toppbaráttu með sigri en eru nú þremur stigum á eftir FH í fjórða sæti.Tölfræðin úr leiknum Skot (á mark): 11-10 (8-4) Varin skot: Ögmundur 3 – Haraldur 5 Horn: 1-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-8 Rangstöður: 0-2 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 4 Hér fyrir neðan má síðan sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Steve Lennon var hetja Framarar þegar hann skoraði þrennu í fyrsta heimsigri liðsins í sumar. Fórnarlömbin voru Valsarar sem sáu aldrei til sólar í Laugardalnum. Lokatölur 3-1 og Framarar ekki af baki dottnir í fallbaráttunni en þeir eru ósigraðir í þremur leikjum. Það var ljóst strax frá upphafi í hvað stefndi. Framarar voru mun ákveðnari, létu vaða á markið hvaðanæva að vellinum og uppskáru mark snemma leiks. Þá sendi Sam Tillen frábæran bolta frá vinstri á kollinn á Lennon sem skallaði í fjærhornið framhjá Haraldi. Fallegt mark en miðverðir Valsmanna víðsfjarri. Framarar voru mun grimmari í hálfleiknum og hefðu getað bætt við mörkum. Sam Hewson skaut meðal annars í slá og Valsmenn virkuðu áhuga- og andlausir. Í síðari hálfleik byrjuðu Valsmenn ögn betur en það fjaraði fljótlega undan því. Þeir gerðu slæm mistök 53. mínútu þegar Atli Sveinn sendi hættulegan bolta tilbaka á Harald markvörð. Haraldur spyrnti fram á völlinn en beint í lappir á Sam Hewson sem brunaði af stað. Almarr kom í utan á hlaup, sendi á Kristin sem framlengdi á Lennon. Skotinn þakkaði fyrir sig og kom heimamönnum í 2-0. Framar gerðu út um leikinn um miðjan hálfleikinn. Þá átti Kristinn Ingi frábæran sprett upp hægri kantinn þar sem hann lék á Pól Justinussen. Fyrirgjöf Kristins var slök, fyrir aftan Steve Lennon sem náði þó skoti með hælnum. Boltinn breytti um stefnu af varnarmanni Vals sem gerði Haraldi erfitt um vik. Staðan 3-0 og leikurinn unninn. Guðjón Pétur Lýðsson minnkaði muninn með snyrtilegu marki skömmu fyrir leikslok en úrslitin voru ráðin. Undir lokin fór rauða spjaldið á loft með mínútu millibili. Fyrst fékk Jónas Tór Næs sitt annað gula spjald fyrir brot á Almari. Framarar tóku aukaspyrnuna, sendu á Almarr sem féll við eftir samskipti við Arnar Svein Geirsson. Undirritaður sá ekki nógu vel hvað gerðist en Guðmundur Ársæll lyfti rauða spjaldinu. Líklegt að hann hafi metið sem svo að um olnbogaskot hafi verið að ræða. Framarar fögnuðu sigrinum vel í leikslok. Þeirra annar sigur í sumar og sá fyrsti á heimavelli. Liðið hefur fengið fimm stig úr seinustu þremur leikjum og ef það er eitthvað lið á Íslandi sem kann að bjarga sér frá falli þá er að Fram. Slæmur leikur hjá Völsurum breyttist í martröð í lokin með rauðu spjöldunum. Liðið hefði haldið sér í bullandi toppbaráttu með sigri en eru nú þremur stigum á eftir FH í fjórða sæti.Tölfræðin úr leiknum Skot (á mark): 11-10 (8-4) Varin skot: Ögmundur 3 – Haraldur 5 Horn: 1-6 Aukaspyrnur fengnar: 16-8 Rangstöður: 0-2 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson 4 Hér fyrir neðan má síðan sjá textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti