Enski boltinn

Man United fyrsta enska félagið til að selja auglýsingu á æfingagallann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hafa ekki verið neinar auglýsingar á æfingagöllum Manchester United.
Það hafa ekki verið neinar auglýsingar á æfingagöllum Manchester United. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United er fyrsta enska félagið sem selur auglýsingu á æfingagallann sinn en United tilkynnti í dag um fjögurra ára samning við DHL-hraðflutningafyrirtækið. United fær 66 milljónir dollara frá DHL fyrir samninginn.

United er þegar með samning við bandaríska Aon-tryggingafélagið sem auglýsir á keppnisbúningum félagsins. United fékk 130 milljón dollara fyrir fjögurra samning við fyrirtækið í Chicago.

Manchester United verður því hér eftir með tvær mismundandi auglýsingar á göllum sínum, Aon á keppnisgöllunum og DHL á æfingagöllunum. Samtals gefa þessir auglýsingarsamningar félaginu 196 milljónir dollara eða 22,3 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×