Íslenski boltinn

Jordao Diogo semur við KR - lánaður til Grikklands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jordao Diogo hefur leikið 46 leiki í efstu deild með KR.
Jordao Diogo hefur leikið 46 leiki í efstu deild með KR. Mynd/Valli
Það er skammt stórra högga á milli hjá Portúgalanum Jordao Diogo. Bakvörðurinn knái skrifaði nýverið undir samning við KR til 2013 og er nú farinn utan á lán til Pansarraikos í Grikklandi.

Fjallað er um nýjan samning Diogo og vistaskipti hans á heimasíðu KR, www.kr.is. Tækifæri Diogo í sumar hjá KR hafa verið af skornum skammti ekki síst vegna frammistöðu Guðmundar Reynis Gunnarssonar í vinstri bakverðinum. Þá hefur Diogo glímt við meiðsli.

Lánssamningur Diogo við gríska liðið er til apríl á næsta ári þegar hann snýr aftur í Vesturbæinn. Diogo lék níu leiki með Pansarraikos síðastliðinn vetur en missti af stærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla.

Pansarraikos leikur í næstefstu deild á Grikklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×