Íslenski boltinn

Jósef Kristinn í leikmannahópi Grindavíkur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Jósef Krisinn Jósefsson er í leikmannahópi Grindavíkur sem tekur á móti Víkingum í kvöld. Alþjóðaknattspyrnusambandið úrskurðaði í síðustu viku að Jósef væri laus allra mála hjá fyrrum vinnuveitendum sínum í Búlgaríu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Ungmennafélagsins Grindavík. Búlgarska félagið Chernomorets Burgas stóð ekki við skuldbindingar sínar gagnvart Jósef en neitaði engu að síður að sleppa Grindvíkingnum lausum. Málið fór á borð FIFA sem úrskurðaði að hann væri laus allra mála hjá félaginu.

Samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ tók málið fyrir á föstudag og Jósef gæti því komið við sögu í kvöld.


Tengdar fréttir

Enn óvissa með Jósef Kristin - FIFA komið í málið

Lítið gengur í deilum Grindvíkingsins Jósefs Kristins Jósefssonar við búlgarska félagið PSFC Chernomorets Burgas. Jósef, sem æft hefur með Grindvíkingum undanfarnar vikur, hefur enn ekki fengið laun greidd frá félaginu sem ennfremur neitar honum um félagaskipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×