Enski boltinn

Kyrgiakos farinn frá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kyrgiakos í leik með Liverpool.
Kyrgiakos í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Liverpool hefur staðfest að gríski varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos sé farinn frá félaginu og sé genginn til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg. Þýska félagið þurfti ekkert að greiða fyrir kappann sem kostaði Liverpool tvær milljónir punda á sínum tíma.

Kyrgiakos lék alls 49 leiki í búningi Liverpool og skoraði í þeim þrjú mörk. Hann kom til félagsins fyrir tveimur árum síðan frá gríska liðinu AEK Aþena.

Hann er 32 ára gamall og lék áður með Eintracht Frankfurt í Þýskalandi, frá 2006 til 2008. Hann gerði tveggja ára samning við Wolfsburg.

Fleiri leikmenn munu vera á leið frá Liverpool. Forráðamenn Bolton eru vongóðir um að fá sóknarmanninn David Ngog auk þess að sem að Alberto Aquilani er sterklega orðaður við AC Milan.

Joe Cole hefur verið orðaður við QPR og þá er talið líklegt að þeir Joe Cole, Christian Poulsen, Brad Jones, Philipp Degen og Emiliano Insua séu allir á leiðinni í burtu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×