Enski boltinn

Rajkovic fékk ekki atvinnuleyfi og er á leið frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slobodan Rajkovic í leik með Chelsea í sumar.
Slobodan Rajkovic í leik með Chelsea í sumar. Nordic Photos / Getty Images
Þýska félagið Hamburg er á góðri leið með að klófesta varnaramnninn Slobodan Rajkovic frá Chelsea þar sem að leikmaðurinn hefur ekki enn fengið atvinnuleyfi í Englandi.

Chelsea keypti Rajkovic frá OFK Beograd árið 2005 þegar hann var einungis sextán ára gamall og hafa verið miklar vonir bundnar við hann. Hann hefur spilað í Hollandi undanfarin ár, þá sem lánsmaður frá Chelsea.

Hann tók þátt í undirbúningstímabilinu með Chelsea og Andre Villas-Boas, stjóri liðsins, vildi fá hann í leikmannahópinn sinn.

Rajkovic hefur unnið sér sæti í A-landsliði Serbíu en hefur engu að síður ekki náð að uppfylla öll þau skilyrði sem þarf til að fá atvinnuleyfi í Englandi.

Frank Arnesen er nú yfirmaður knattspyrnumála hjá Hamburg en hann starfaði áður hjá Chelsea og er nú á góðri leið með að landa kappanum. Talið er að þýska félagið greiði um þrjár milljónir punda fyrir Rajkovic sem muni skrifa undir þriggja ára samning við Hamburg.

Fleiri hafa farið frá Chelsea til Hamburg í sumar - þeir Michael Mancienne, Gokhan Tore, Jacopo Sala og Jeffrey Bruma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×