Enski boltinn

Arsenal samþykkir tilboð City í Nasri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samir Nasri bregður á leik á æfingu Arsenal í morgun.
Samir Nasri bregður á leik á æfingu Arsenal í morgun. Nordic Photos / Getty Images
Arsenal hefur ákveðið að taka boði Manchester City í miðvallarleikmanninn Samir Nasri sem hefur verið þrálátlega orðaður við félagið í sumar.

Nasri æfði með Arsenal í dag en liðið mætir Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun. Nasri verður ekki með liðinu í þeim leik.

Hann þarf nú að gangast undir læknisskoðun en að henni lokinni ætti lítið að standa í vegi fyrir því að formlega verði gengið frá kaupunum.

Í síðustu viku missti Arsenal fyrirliðann sinn, Cesc Fabregas, til Barcelona. Þar að auki hafa verið mikið um meiðsli í herbúðum liðsins en mikil pressa hefur verið á Arsene Wenger, stjóra liðsins, að styrkja leikmannahópinn með öflugum leikmönnum áður en lokað verður fyrir félagaskipti um mánaðamótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×