Enski boltinn

Liverpool áfram í deildabikarnum - West Ham úr leik

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Liverpool fagna á St. James'-vellinum í kvöld.
Leikmenn Liverpool fagna á St. James'-vellinum í kvöld. Nordic Photos/Getty Images
Liverpool er komið í 3. umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 3-1 útisigur á Exeter. West Ham féll út gegn D-deildarliði Aldershot Town.

Úrúgvæinn Luis SUarez kom Liverpool í 1-0 um miðjan fyrri hálfleikinn. Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez bætti öðru marki við snemma í síðari hálfleik en Maxi hefur fengið fá tækifæri hjá Kenny Dalglish að undanförnu.

Andy Carroll gulltryggði sigur Liverpool með marki á 58. mínútu. Liðsmenn Exeter klóruðu í bakkann seint í leiknum með marki úr vítaspyrnu. West Ham beið lægri hlut á Boylen Ground í Lundúnum gegn D-deildarliði Aldershot Town 2-1.

Úrvalsdeildarlið Blackburn, Bolton og Everton unnu sína leiki og eru komin áfram.

Úrslit kvöldsins

Bristol C.    0 - 1    Swindon T.

Exeter C.    1 - 3    Liverpool

Peterborough U.    0 - 2    Middlesbrough

West Ham U.    1 - 2    Aldershot T.

Blackburn R.    3 - 1    Sheffield W.

Bolton W.    2 - 1    Macclesfield T.

Everton    3 - 1    Sheffield U.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×