Læknir Sigmundar rökstyðji ummæli sín eða dragi þau til baka Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2011 14:58 Steinar Aðalbjörnsson er gríðarlega ósáttur við ummæli læknis Sigmundar Davíðs. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið. Í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt opinberlega og fjölmiðlar vísuðu til í vikunni kemur fram að hann sé byrjaður í megrunarkúr sem felist fyrst og fremst í því að borða íslenskan mat. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi," sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Steinar segir að fullyrðingar sem eru hafðar eftir Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni Sigmundar á Pressunni séu óábyrg og eigi ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Hið sama gildi umummæli eftir Lindu Pétursdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu, í blaðinu Finnur í vikunni. Þar hafi Linda meðal annars sagt að hún blandi ekki saman kolvetnum og próteinum. Steinar segir engin rök fyrir því að óhentugt sé fyrir líkamann að blanda saman kolvetnum og próteinum. Til viðbótar þessu nefnir Linda að hún neyti ekki matar sem sé „verksmiðjuframleiddur" eins og hún orðar það. Steinar segir að það sé því áhugavert fyrir okkur hin að vita hvaðan matvælin sem hún neytir koma. „Er hún á beit í garðinum sínum?" spyr Steinar.Þrælarnir borðuðu ekki byggið Þá segir Steinar að læknir Sigmundar hafi komið með fullyrðingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Hann fullyrðir til dæmis að það séu efni á borð við kolvetni, sterkju og mjólkurmat sem fiti okkur. „Það er auðvitað ekki þannig," segir Steinar. Hann bendir á að það sem fiti fólk sé fyrst og fremst það að borða of mikinn mat og hreyfa sig of lítið til móts við það „Og það ætti Sigmundur Davíð að vita manna best," segir Steinar. Hann furðar sig jafnframt á því að Sigurjón segi að „fólk ætti að athuga betur hvaðan matvælin koma. Við erum í raun óvarin gegn þessu en mestu skiptir að við borðum alvöru mat. Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir". Steinar spyr á móti hvað Íslendingar gerðu við byggið og hveitið sem ræktað var í gamla daga. „Gáfu þeir þrælum það eða einhverjum villumönnum," spyr Steinar ennfremur. Hann segir að Sigurjón ætti að kanna málin áður en hann lætur slíkar rangfærslur frá sér. Það er fleira sem Steinar furðar sig á í málflutningi læknis Sigmundar Davíðs. „Hann er með varnaðarorð um kjúkling og svínakjöt en segir að lambakjötið sé í lagi af því að það sé íslenskt og hreint og fínt," segir Steinar. Fyrir þessum fullyrðingum séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök. „Því finnst mér að neytendur eigi heimtingu á því að maðurinn dragi orð sín til baka eða komi með góðan pakka af vísindalegum rökstuðningi á bak við það sem hann er að segja," segir Steinar. Læknastéttin bregðist við ummælunum Steinar segir gríðarlega óábyrgt fyrir lækni og læknastéttina sem slíka þegar læknir láti út úr sér slíkar fullyrðingar og hann furðar sig á því að læknastéttin hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið. Í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt opinberlega og fjölmiðlar vísuðu til í vikunni kemur fram að hann sé byrjaður í megrunarkúr sem felist fyrst og fremst í því að borða íslenskan mat. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi," sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Steinar segir að fullyrðingar sem eru hafðar eftir Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni Sigmundar á Pressunni séu óábyrg og eigi ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Hið sama gildi umummæli eftir Lindu Pétursdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu, í blaðinu Finnur í vikunni. Þar hafi Linda meðal annars sagt að hún blandi ekki saman kolvetnum og próteinum. Steinar segir engin rök fyrir því að óhentugt sé fyrir líkamann að blanda saman kolvetnum og próteinum. Til viðbótar þessu nefnir Linda að hún neyti ekki matar sem sé „verksmiðjuframleiddur" eins og hún orðar það. Steinar segir að það sé því áhugavert fyrir okkur hin að vita hvaðan matvælin sem hún neytir koma. „Er hún á beit í garðinum sínum?" spyr Steinar.Þrælarnir borðuðu ekki byggið Þá segir Steinar að læknir Sigmundar hafi komið með fullyrðingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Hann fullyrðir til dæmis að það séu efni á borð við kolvetni, sterkju og mjólkurmat sem fiti okkur. „Það er auðvitað ekki þannig," segir Steinar. Hann bendir á að það sem fiti fólk sé fyrst og fremst það að borða of mikinn mat og hreyfa sig of lítið til móts við það „Og það ætti Sigmundur Davíð að vita manna best," segir Steinar. Hann furðar sig jafnframt á því að Sigurjón segi að „fólk ætti að athuga betur hvaðan matvælin koma. Við erum í raun óvarin gegn þessu en mestu skiptir að við borðum alvöru mat. Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir". Steinar spyr á móti hvað Íslendingar gerðu við byggið og hveitið sem ræktað var í gamla daga. „Gáfu þeir þrælum það eða einhverjum villumönnum," spyr Steinar ennfremur. Hann segir að Sigurjón ætti að kanna málin áður en hann lætur slíkar rangfærslur frá sér. Það er fleira sem Steinar furðar sig á í málflutningi læknis Sigmundar Davíðs. „Hann er með varnaðarorð um kjúkling og svínakjöt en segir að lambakjötið sé í lagi af því að það sé íslenskt og hreint og fínt," segir Steinar. Fyrir þessum fullyrðingum séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök. „Því finnst mér að neytendur eigi heimtingu á því að maðurinn dragi orð sín til baka eða komi með góðan pakka af vísindalegum rökstuðningi á bak við það sem hann er að segja," segir Steinar. Læknastéttin bregðist við ummælunum Steinar segir gríðarlega óábyrgt fyrir lækni og læknastéttina sem slíka þegar læknir láti út úr sér slíkar fullyrðingar og hann furðar sig á því að læknastéttin hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira