Læknir Sigmundar rökstyðji ummæli sín eða dragi þau til baka Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. ágúst 2011 14:58 Steinar Aðalbjörnsson er gríðarlega ósáttur við ummæli læknis Sigmundar Davíðs. Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið. Í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt opinberlega og fjölmiðlar vísuðu til í vikunni kemur fram að hann sé byrjaður í megrunarkúr sem felist fyrst og fremst í því að borða íslenskan mat. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi," sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Steinar segir að fullyrðingar sem eru hafðar eftir Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni Sigmundar á Pressunni séu óábyrg og eigi ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Hið sama gildi umummæli eftir Lindu Pétursdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu, í blaðinu Finnur í vikunni. Þar hafi Linda meðal annars sagt að hún blandi ekki saman kolvetnum og próteinum. Steinar segir engin rök fyrir því að óhentugt sé fyrir líkamann að blanda saman kolvetnum og próteinum. Til viðbótar þessu nefnir Linda að hún neyti ekki matar sem sé „verksmiðjuframleiddur" eins og hún orðar það. Steinar segir að það sé því áhugavert fyrir okkur hin að vita hvaðan matvælin sem hún neytir koma. „Er hún á beit í garðinum sínum?" spyr Steinar.Þrælarnir borðuðu ekki byggið Þá segir Steinar að læknir Sigmundar hafi komið með fullyrðingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Hann fullyrðir til dæmis að það séu efni á borð við kolvetni, sterkju og mjólkurmat sem fiti okkur. „Það er auðvitað ekki þannig," segir Steinar. Hann bendir á að það sem fiti fólk sé fyrst og fremst það að borða of mikinn mat og hreyfa sig of lítið til móts við það „Og það ætti Sigmundur Davíð að vita manna best," segir Steinar. Hann furðar sig jafnframt á því að Sigurjón segi að „fólk ætti að athuga betur hvaðan matvælin koma. Við erum í raun óvarin gegn þessu en mestu skiptir að við borðum alvöru mat. Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir". Steinar spyr á móti hvað Íslendingar gerðu við byggið og hveitið sem ræktað var í gamla daga. „Gáfu þeir þrælum það eða einhverjum villumönnum," spyr Steinar ennfremur. Hann segir að Sigurjón ætti að kanna málin áður en hann lætur slíkar rangfærslur frá sér. Það er fleira sem Steinar furðar sig á í málflutningi læknis Sigmundar Davíðs. „Hann er með varnaðarorð um kjúkling og svínakjöt en segir að lambakjötið sé í lagi af því að það sé íslenskt og hreint og fínt," segir Steinar. Fyrir þessum fullyrðingum séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök. „Því finnst mér að neytendur eigi heimtingu á því að maðurinn dragi orð sín til baka eða komi með góðan pakka af vísindalegum rökstuðningi á bak við það sem hann er að segja," segir Steinar. Læknastéttin bregðist við ummælunum Steinar segir gríðarlega óábyrgt fyrir lækni og læknastéttina sem slíka þegar læknir láti út úr sér slíkar fullyrðingar og hann furðar sig á því að læknastéttin hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur gerir verulegar athugasemdir við fullyrðingar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sett fram opinberlega varðandi megrunarkúr sem hann hefur hafið. Í færslu sem Sigmundur Davíð hefur birt opinberlega og fjölmiðlar vísuðu til í vikunni kemur fram að hann sé byrjaður í megrunarkúr sem felist fyrst og fremst í því að borða íslenskan mat. „Ég hitti meltingarlækni sem sagði mér að íslenskur matur væri sá hollasti í heimi," sagði Sigmundur Davíð á vefsíðu sinni. Steinar segir að fullyrðingar sem eru hafðar eftir Sigurjóni Vilbergssyni meltingarlækni Sigmundar á Pressunni séu óábyrg og eigi ekki við næringarfræðileg rök að styðjast. Hið sama gildi umummæli eftir Lindu Pétursdóttur, fyrrverandi fegurðardrottningu, í blaðinu Finnur í vikunni. Þar hafi Linda meðal annars sagt að hún blandi ekki saman kolvetnum og próteinum. Steinar segir engin rök fyrir því að óhentugt sé fyrir líkamann að blanda saman kolvetnum og próteinum. Til viðbótar þessu nefnir Linda að hún neyti ekki matar sem sé „verksmiðjuframleiddur" eins og hún orðar það. Steinar segir að það sé því áhugavert fyrir okkur hin að vita hvaðan matvælin sem hún neytir koma. „Er hún á beit í garðinum sínum?" spyr Steinar.Þrælarnir borðuðu ekki byggið Þá segir Steinar að læknir Sigmundar hafi komið með fullyrðingar sem eigi ekki við rök að styðjast. Hann fullyrðir til dæmis að það séu efni á borð við kolvetni, sterkju og mjólkurmat sem fiti okkur. „Það er auðvitað ekki þannig," segir Steinar. Hann bendir á að það sem fiti fólk sé fyrst og fremst það að borða of mikinn mat og hreyfa sig of lítið til móts við það „Og það ætti Sigmundur Davíð að vita manna best," segir Steinar. Hann furðar sig jafnframt á því að Sigurjón segi að „fólk ætti að athuga betur hvaðan matvælin koma. Við erum í raun óvarin gegn þessu en mestu skiptir að við borðum alvöru mat. Það er ekki í genum Íslendinga að borða brauðmeti, hvort sem það eru pizzur, Subway eða hvað þetta heitir allt saman. Víkingarnir borðuðu aldrei brauð og þess vegna voru þeir kannski svona hraustir". Steinar spyr á móti hvað Íslendingar gerðu við byggið og hveitið sem ræktað var í gamla daga. „Gáfu þeir þrælum það eða einhverjum villumönnum," spyr Steinar ennfremur. Hann segir að Sigurjón ætti að kanna málin áður en hann lætur slíkar rangfærslur frá sér. Það er fleira sem Steinar furðar sig á í málflutningi læknis Sigmundar Davíðs. „Hann er með varnaðarorð um kjúkling og svínakjöt en segir að lambakjötið sé í lagi af því að það sé íslenskt og hreint og fínt," segir Steinar. Fyrir þessum fullyrðingum séu engin næringarfræðileg, líffræðileg eða læknisfræðileg rök. „Því finnst mér að neytendur eigi heimtingu á því að maðurinn dragi orð sín til baka eða komi með góðan pakka af vísindalegum rökstuðningi á bak við það sem hann er að segja," segir Steinar. Læknastéttin bregðist við ummælunum Steinar segir gríðarlega óábyrgt fyrir lækni og læknastéttina sem slíka þegar læknir láti út úr sér slíkar fullyrðingar og hann furðar sig á því að læknastéttin hafi ekki brugðist við þessum fullyrðingum.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira