Enski boltinn

Viðureign Tottenham og Everton frestað - óvíst með aðra leiki

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Leikmenn Tottenham og Everton þurfa að bíða í nokkra daga eftir að geta spilað sinn fyrsta leik í deildinni.
Leikmenn Tottenham og Everton þurfa að bíða í nokkra daga eftir að geta spilað sinn fyrsta leik í deildinni. Nordic Photos/AFP
Tekin hefur verið ákvörðun að fresta viðureign Tottenham og Everton sem fram átti að fara á White Hart Lane í Lundúnum um helgina. Hvort aðrir leikir fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildinnar fari fram á fyrirhuguðum tíma á eftir að koma í ljós.

Enski fjölmiðlar greina frá þessu. Tottenham-hverfið í Lundúnum var vettvangur mikilla óeirða síðastliðið laugardagskvöld. Síðan þá hafa óeirðirnar breiðst út um Lundúnarborg og til annarra borga á Englandi.

Fyrirhugaðir leikir í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Laugardagur

Blackburn Rovers - Wolverhampton Wanderers

Fulham - Aston Villa

Liverpool - Sunderland

Queens Park Rangers - Bolton Wanderers

Wigan Athletic - Norwich City

Newcastle United - Arsenal

Sunnudagur

Stoke City - Chelsea

West Bromwich Albion - Manchester United

Mánudagur

Manchester City - Swansea City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×