Íslenski boltinn

Hannes Þ. Sigurðsson semur við Rússana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hannes Þorsteinn hefur spilað 13 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað eitt mark.
Hannes Þorsteinn hefur spilað 13 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað eitt mark. Mynd/GVA
FH-ingurinn Hannes Þ. Sigurðsson hefur samið við Spartak Nalchik í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hannes heldur utan á laugardaginn. Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Hannes skrifaði undir samning fram að áramótum en í samtali við fotbolti.net kemur fram að samningslengdin hafi verið að ósk Hannesar. Hannes gekk til liðs við FH í vor eftir fjölmörg ár í atvinnumennsku.

Hannes skoðaði aðstæður hjá rússneska liðinu fyrr í sumar. Félagið lenti í 6. sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð en situr í næstneðsta sæti deildarinnar í dag.

Heimavöllur Nalchik tekur 14,400 manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×