Enski boltinn

Dönsku blöðin: Bendtner eins og gamall ryðgaður bíll

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner í leiknum á móti Skotum.
Nicklas Bendtner í leiknum á móti Skotum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Nicklas Bendtner var ekki að heilla danska blaðamenn með frammistöðu sinni með danska landsliðinu á móti Skotlandi í gær en Danir töpuðu leiknum 1-2.

Nicklas Bendtner er að reyna að komast frá Arsenal en hann hefur þó ekki enn fundið sér nýtt félag. Hann lék í 45 mínútur í leiknum en er greinilega langt frá því að vera í sínu besta formi.

Nicklas Bendtner er 23 ára gamalla framherji sem hefur verið hjá Arsenal frá árinu 2005 fyrir utan það að hann var lánaður til Birmingham City tímabilið 2006-2007.

„Hann var eins og gamall ryðgaður bíll," skrifaði einn blaðamaðurinn og annar skrifaði á sömu nótum: „Hann var eins og notaður bíll sem hefði átt í vandræðum með að komast í gegnum skoðun."

Nicklas Bendtner hefur skorað 12 mörk í 38 landsleikjum með Dönum en síðasta markið hans kom á móti Kamerún í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku síðasta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×