Enski boltinn

Úttekt BBC: Engin hefur búið til fleiri færi en Fabregas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas og Arsene Wenger.
Cesc Fabregas og Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty
David Ornstein, blaðamaður á BBC, skrifaði í dag grein á heimasíðu BBC, þar sem að hann fór yfir það hversu mikið Cesc Fabregas hefur gert fyrir Arsenal-liðið á undanförnum fimm árum. Mikilvægi Fabregas sést þar vel, bæði á gengi Arsenal án hans sem og á hversu mörg færi hann skapar fyrir liðsfélaga sína.

Það lítur nefnilega út fyrir það að Cesc Fabregas verði kominn til Barcelona fyrir helgi og Arsene Wenger fái loksins frið á blaðamannafundum fyrir spurningum um framtíð Spánverjans hjá Arsenal.

Það breytir þó ekki því að Cesc Fabregas hefur spilað frábærlega fyrir Arsenal-liðið undanfarin ár og tölfræðin sýnir að enginn leikmaður í fimm stærstu deildum Evrópu hefur búið til fleiri færi fyrir félaga sína undanfarin fimm ár.

Cesc Fabregas hefur skapað 466 færi fyrir Arsenal-liðið frá 2006 eða 11 færum fleira en næsti maður sem er verðandi liðsfélagi hans hjá Barcelona, Xavi.

Þrátt fyrir að Fabregas missti mikið úr vegna meiðsla á síðustu leiktíð voru aðeins þrír leikmenn í umræddum fimm stærstu deildum sem sköpuðu fleiri færi en hann. Það voru þeir Arjen Robben hjá Bayern Munchen, Mesut Ozil hjá Real Madrid og Lionel Messi hjá Barcelona.

Önnur merkileg tölfræði er að frá 2004-05 tímabilinu er Arsenal-liðið að skora 2,04 mörk í leik þegar Cesc Fabregas spilar en aðeins 1,52 mörk að meðaltali þegar hann er ekki með. Arsenal hefur ennfremur unnið 59 prósent leikja með hann innanborðs en aðeins 44 prósent leikjanna án hans.

Flest sköpuðu færi í fimm stærsu deildunum 2006-2011:

(England, Spánn, Ítalía, Frakkland og Þýskaland)

1. Cesc Fabregas - 466

2. Xavi - 455

3. Frank Lampard - 452

4. Claudio Pizarro - 427

5. Diego - 423

6. Steven Gerrard - 396

7. Francesco Totti,  - 378

8. Ryan Giggs - 365

9. Nene - 361

10. Stewart Downing - 355




Fleiri fréttir

Sjá meira


×