Enski boltinn

Wenger: Framtíð Cesc Fábregas mun ráðast mjög fljótlega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fábregas.
Cesc Fábregas. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að framtíð Cesc Fábregas muni ráðast mjög fljótlega. Franski stjórinn tjáði sig um stöðu mála á heimasíðu Arsenal í kvöld.

"Við vonumst til að það verði gengið frá þessu mjög fljótlega á hvorn veginn sem það fer," sagði Arsène Wenger á Arsenal-síðunni.

Enskir fjölmiðlar hafa skrifað um það í dag að Barcelona muni ganga frá kaupum á Cesc Fábregas á næstu sólarhringum og þessi yfirlýsing Wenger er alveg í samræmi við þá spá.

Wenger talaði einnig um að hann vildi líka að mál Samir Nasri kæmust á hreint sem fyrst. "Staðan á máli Nasri er stöðug. Það er erfitt að tala um hugsanleg félagsskipti en við erum í stöðu þar sem við þurfum að taka ákvarðanir. Við viljum helst ganga frá þessu öllu áður en tímabilið hefst," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×