Bjarni Guðjónsson: Man ekki eftir leiknum í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 10:00 Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR segist ekki muna eftir 4-0 tapinu gegn FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hann man aðeins góðu minningarnar úr boltanum og ætlar að bæta einni í safnið með sigri á Þór í dag. „Stemmningin er mjög góð. Þetta hefur verið þægileg vika aldrei þessu vant hjá okkur KR-ingum. Létt æfing eftir leikinn og svo hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn," segir Bjarni. KR-ingar voru margir hverjir í nuddi í upphafi vikunnar enda verið mikið álag á liðinu undanfarna leiki. Bjarni segir það ekkert óeðlilegt. „Það er búinn að vera nuddari hjá okkur meira eða minna annan hvern dag í sumar," segir Bjarni. Hann segir alla leikmenn heila fyrir utan Óskar Örn Hauksson sem meiddist á rist um daginn og verður frá út tímabilið. Þá er Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. KR-ingar steinlágu gegn FH 4-0 í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Bjarni segist þó ekkert muna eftir þeim leik. „Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna og leiknum þegar ég var hjá Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það er aðrar minningar sem við ætlum að eignast á laugardaginn." Bjarni Guðjónsson hefur lýst því yfir að honum finnist leiðinlegt að spila á Laugardalsvelli. Það er þó ekki völlurinn sjálfur sem hann er ósáttur við heldur fjarlægð leikmanna frá áhorfendum. „Völlurinn lítur mjög vel út. Það hefur oft verið málið að völlurinn sjálfur er góður. En núna stöndum við á hlaupabrautinni og það er eins og það séu hundrað metrar upp í stúku. Maður nær engri tengingu við áhorfendur sem eru í stúkunni. Það er vandamálið. Völlurinn sjálfur er oftast mjög góður." Stuðningsmenn KR og Þórs hafa farið á kostum í sumar. Mætti ætla að mikil keppni verði þeirra á milli en Bjarni reiknar með því að sýnir menn í Miðjunni hafi betur í stúkunni. „Þetta verður engin barátta. Það verða tvö til þrjú þúsund KR-ingar á vellinum. Flestir ef ekki allir taka þátt og syngja með Miðjunni. Það verður svaka stemmning KR-megin í stúkunni." Bjarni er ekki tilbúinn að lofa því að bikarinn komi í Vesturbæinn en segir: „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bikarinn komi í Vesturbæinn." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR segist ekki muna eftir 4-0 tapinu gegn FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hann man aðeins góðu minningarnar úr boltanum og ætlar að bæta einni í safnið með sigri á Þór í dag. „Stemmningin er mjög góð. Þetta hefur verið þægileg vika aldrei þessu vant hjá okkur KR-ingum. Létt æfing eftir leikinn og svo hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn," segir Bjarni. KR-ingar voru margir hverjir í nuddi í upphafi vikunnar enda verið mikið álag á liðinu undanfarna leiki. Bjarni segir það ekkert óeðlilegt. „Það er búinn að vera nuddari hjá okkur meira eða minna annan hvern dag í sumar," segir Bjarni. Hann segir alla leikmenn heila fyrir utan Óskar Örn Hauksson sem meiddist á rist um daginn og verður frá út tímabilið. Þá er Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. KR-ingar steinlágu gegn FH 4-0 í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Bjarni segist þó ekkert muna eftir þeim leik. „Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna og leiknum þegar ég var hjá Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það er aðrar minningar sem við ætlum að eignast á laugardaginn." Bjarni Guðjónsson hefur lýst því yfir að honum finnist leiðinlegt að spila á Laugardalsvelli. Það er þó ekki völlurinn sjálfur sem hann er ósáttur við heldur fjarlægð leikmanna frá áhorfendum. „Völlurinn lítur mjög vel út. Það hefur oft verið málið að völlurinn sjálfur er góður. En núna stöndum við á hlaupabrautinni og það er eins og það séu hundrað metrar upp í stúku. Maður nær engri tengingu við áhorfendur sem eru í stúkunni. Það er vandamálið. Völlurinn sjálfur er oftast mjög góður." Stuðningsmenn KR og Þórs hafa farið á kostum í sumar. Mætti ætla að mikil keppni verði þeirra á milli en Bjarni reiknar með því að sýnir menn í Miðjunni hafi betur í stúkunni. „Þetta verður engin barátta. Það verða tvö til þrjú þúsund KR-ingar á vellinum. Flestir ef ekki allir taka þátt og syngja með Miðjunni. Það verður svaka stemmning KR-megin í stúkunni." Bjarni er ekki tilbúinn að lofa því að bikarinn komi í Vesturbæinn en segir: „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bikarinn komi í Vesturbæinn."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Sjá meira