Bjarni Guðjónsson: Man ekki eftir leiknum í fyrra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 10:00 Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR segist ekki muna eftir 4-0 tapinu gegn FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hann man aðeins góðu minningarnar úr boltanum og ætlar að bæta einni í safnið með sigri á Þór í dag. „Stemmningin er mjög góð. Þetta hefur verið þægileg vika aldrei þessu vant hjá okkur KR-ingum. Létt æfing eftir leikinn og svo hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn," segir Bjarni. KR-ingar voru margir hverjir í nuddi í upphafi vikunnar enda verið mikið álag á liðinu undanfarna leiki. Bjarni segir það ekkert óeðlilegt. „Það er búinn að vera nuddari hjá okkur meira eða minna annan hvern dag í sumar," segir Bjarni. Hann segir alla leikmenn heila fyrir utan Óskar Örn Hauksson sem meiddist á rist um daginn og verður frá út tímabilið. Þá er Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. KR-ingar steinlágu gegn FH 4-0 í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Bjarni segist þó ekkert muna eftir þeim leik. „Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna og leiknum þegar ég var hjá Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það er aðrar minningar sem við ætlum að eignast á laugardaginn." Bjarni Guðjónsson hefur lýst því yfir að honum finnist leiðinlegt að spila á Laugardalsvelli. Það er þó ekki völlurinn sjálfur sem hann er ósáttur við heldur fjarlægð leikmanna frá áhorfendum. „Völlurinn lítur mjög vel út. Það hefur oft verið málið að völlurinn sjálfur er góður. En núna stöndum við á hlaupabrautinni og það er eins og það séu hundrað metrar upp í stúku. Maður nær engri tengingu við áhorfendur sem eru í stúkunni. Það er vandamálið. Völlurinn sjálfur er oftast mjög góður." Stuðningsmenn KR og Þórs hafa farið á kostum í sumar. Mætti ætla að mikil keppni verði þeirra á milli en Bjarni reiknar með því að sýnir menn í Miðjunni hafi betur í stúkunni. „Þetta verður engin barátta. Það verða tvö til þrjú þúsund KR-ingar á vellinum. Flestir ef ekki allir taka þátt og syngja með Miðjunni. Það verður svaka stemmning KR-megin í stúkunni." Bjarni er ekki tilbúinn að lofa því að bikarinn komi í Vesturbæinn en segir: „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bikarinn komi í Vesturbæinn." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR segist ekki muna eftir 4-0 tapinu gegn FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Hann man aðeins góðu minningarnar úr boltanum og ætlar að bæta einni í safnið með sigri á Þór í dag. „Stemmningin er mjög góð. Þetta hefur verið þægileg vika aldrei þessu vant hjá okkur KR-ingum. Létt æfing eftir leikinn og svo hefðbundinn undirbúningur fyrir leikinn," segir Bjarni. KR-ingar voru margir hverjir í nuddi í upphafi vikunnar enda verið mikið álag á liðinu undanfarna leiki. Bjarni segir það ekkert óeðlilegt. „Það er búinn að vera nuddari hjá okkur meira eða minna annan hvern dag í sumar," segir Bjarni. Hann segir alla leikmenn heila fyrir utan Óskar Örn Hauksson sem meiddist á rist um daginn og verður frá út tímabilið. Þá er Guðmundur Reynir Gunnarsson í banni. KR-ingar steinlágu gegn FH 4-0 í bikarúrslitaleiknum í fyrra. Bjarni segist þó ekkert muna eftir þeim leik. „Ég er svo heppinn að ég man ekki eftir leiknum í fyrra. Hann er ekkert að trufla mig. Ég man aftur á móti eftir leiknum sem við unnum hérna og leiknum þegar ég var hjá Akranesi 1996. Þetta er eitthvað sem situr í minningunni. Ég er svo heppinn að gleyma leiðinlegu minningunum en það er aðrar minningar sem við ætlum að eignast á laugardaginn." Bjarni Guðjónsson hefur lýst því yfir að honum finnist leiðinlegt að spila á Laugardalsvelli. Það er þó ekki völlurinn sjálfur sem hann er ósáttur við heldur fjarlægð leikmanna frá áhorfendum. „Völlurinn lítur mjög vel út. Það hefur oft verið málið að völlurinn sjálfur er góður. En núna stöndum við á hlaupabrautinni og það er eins og það séu hundrað metrar upp í stúku. Maður nær engri tengingu við áhorfendur sem eru í stúkunni. Það er vandamálið. Völlurinn sjálfur er oftast mjög góður." Stuðningsmenn KR og Þórs hafa farið á kostum í sumar. Mætti ætla að mikil keppni verði þeirra á milli en Bjarni reiknar með því að sýnir menn í Miðjunni hafi betur í stúkunni. „Þetta verður engin barátta. Það verða tvö til þrjú þúsund KR-ingar á vellinum. Flestir ef ekki allir taka þátt og syngja með Miðjunni. Það verður svaka stemmning KR-megin í stúkunni." Bjarni er ekki tilbúinn að lofa því að bikarinn komi í Vesturbæinn en segir: „Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bikarinn komi í Vesturbæinn."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Lars sendi kveðju til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira