Enski boltinn

West Brom hafnaði tilboði Wigan í Peter Odemwingie

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Odemwingie.
Peter Odemwingie. Mynd/Nordic Photos/Getty
West Bromwich Albion hefur hafnað tilboði Wigan í nígeríska-rússneska framherjann Peter Odemwingie en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu West Brom í kvöld. Peter Odemwingie skoraði fimmtán mörk fyrir West Brom liðið á síðustu leiktíð og á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið.

Hann er orðinn þrítugur og var að spila sitt fyrsta tímabil með WBA eftir að hafa komið til liðsins frá rússneska liðinu Lokomotiv Moskvu þar sem hann spilað 2007-2010. Odemwingie átti möguleika á að spila fyrir Rússland, Úsbekistan og Nígeríu og valdi að spila fyrir nígeríska landsliðið.

Dan Ashworth, íþróttastjóri West Bromwich Albion, lét hafa það eftir sér að Peter Odemwingie sé ekki til sölu. „Við settum það í forgang í sumar að halda okkur bestu mönnum, mönnum eins og Peter, og reyna síðan að styrkja liðið enn meira. Við ætlum að festa þennan klúbb í sessi í ensku úrvalsdeildinni," sagði Ashworth en West Bromwich Albion endaði í 11. sæti á síðasta tímabili.

Odemwingie er í samningaviðræðum um að framlengja samning sinn við WBA og það verður væntanlega gengið frá honum áður en langt um líður. Hann er reyndar tæpur á að ná leiknum á móti Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×