Enski boltinn

Arsenal er búið að fá til sín táning frá Kosta Ríka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Joel Campbell í leik með landsliði Kosta Ríka.
Joel Campbell í leik með landsliði Kosta Ríka. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsenal er ekki bara að selja leikmenn þessa klukkutímana því í kvöld tilkynnti félagið um komu hins 19 ára Joel Campbell frá Deportivo Saprissa í Kosta Ríka.

Joel Campbell er 178 sm framherji sem var í leikmannahópi Kosta Ríka á Copa America á dögunum og fór einnig á kostum á HM 20 ára landslið í Kólumbíu.

„Joel Campbell hefur þegar sýnt það að hann er hæfileikaríkur leikmaður og hefur þegar staðið sig vel með landsliðinu þrátt fyrir ungan aldur. Við bíðum spenntir eftir því að fá að vinna með honum hjá Arsenal," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.

Campbell hefur skorað 2 mörk í 6 leikjum fyrir A-landslið Kosta Ríka en með 20 ára liðinu hefur hann skorað 8 mörk í 12 leikjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×