Enski boltinn

Robbie Keane að semja við Los Angeles Galaxy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Keane.
Robbie Keane. Mynd/Nordic Photos/Getty
Írski landsliðsframherjinn Robbie Keane er hættur í enska boltanum og á leiðinni til Bandaríkjanna þar sem að hann ætlar að spila með Los Angeles Galaxy liðinu. Þetta kom fyrst fram á FOX í kvöld.

Robbie Keane á eftir að fara í læknisskoðun og ef að allt gengur að óskum í henni þá mun hann skrifa undir tveggja ára samning við LA Galaxy sem mun gefa honum 8 milljónir dollara í aðra hönd eða 94 milljónir íslenskra króna.

Keane er 31 árs gamall og á samningi hjá Tottenham. Félagið hefur lánað hann undanfarin tvö tímabil, fyrst til Celtic í Skotlandi og svo til West Ham í fyrra. Keane hefur einnig spilað fyrir Coventry, Internazionale, Leeds og Liverpool á sínum ferli.

Robbie Keane er markahæsti landsliðsmaður Íra frá upphafi með 51 mark í 108 leikjum en hann er fyrirliði landsliðsins.

Keane mun væntanlega leysa af einn af þremur stjörnuleikmönnum Los Angeles Galaxy en fyrir hjá liðinu eru þeir David Beckham, Landon Donovan og Juan Pablo Angel. Þrír leikmenn hjá hverju félagi eru ekki undir ríkjandi launaþaki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×