Íslenski boltinn

Guðjón: ÍA má fagna síðar fyrir mér

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, segir að það hafi verið gaman að hans lið hafi verið það fyrsta til að vinna ÍA í 1. deildinni í sumar.

ÍA dugði jafntefli til að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni fyrir næstu leiktíð en verður nú að bíða með fagnaðarhöldin, að minnsta kosti um nokkra daga til viðbótar.

„Sigurinn var verðskuldaður og allir sigrar eru sætir,“ sagði Guðjón en viðtalið má lesa í heild sinni hér fyrir ofan.

Skagamenn byrjuðu betur en leikurinn snerist á band gestanna þegar þeir komust yfir um miðbik fyrri hálfleiksins. Yfirburðir þeirra voru sérstaklega miklir í síðari hálfleik.

„Mér fannst við ekki hafa nógu mikla trú í fyrri hálfleik, þrátt fyrir að við náðum að skora gott mark. Við fengum 2-3 tilraunir til að gera betur. Í hálfleik skerpti ég á áherslunum og við komum beittari til leiks.“

Guðjón þekkir vel til á Skaganum enda lék hann þar lengi sem leikmaður og þjálfaði svo síðar í mörg ár með góðum árangri. „Ég vil Skagamönnum allt hið besta. Þeir eiga leik á þriðjudaginn og mega fagna þá. Ég kom hingað til að sækja þrjú stig. Mér fannst kjörið tækifæri í kvöld til að sýna úr hverju mínir menn eru gerðir og þetta var mikil prófraun fyrir þá. Þeir stóðust prófið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×