Enski boltinn: Upphitun fyrir leiki dagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 12:28 Cheik Tiote fagnar jöfnunarmarki sínu í 4-4 jafntefli Newcastle og Arsenal í fyrra. Nordic Photos/AFP Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið. Klukkan 14Blackburn - Wolves (Sport 5) Liðin áttu í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðin mættust í lokaumferðinni og þurftu sigur til þess að tryggja sig. Svo fór að Blackburn hafði 3-2 sigur en úrslit í öðrum leikjum þýddu að bæði lið björguðu sér frá falli. Reiknað er með því að bæði lið verði í botnbaráttu í vetur enda lítið styrkt sig. Jamie O'Hara hefur þó samið við Wolves og Blackburn reiknar með miklu af argentínska framherjanum Mauro Formica.Fulham - Aston Villa(Sport 4) Lærisveinar Martin Jol og Alex McLeish leiða saman hesta sína á Craven Cottage. Fróðlegt verður að sjá hvort bræðurnir John Arne og Björn Helge Riise verði í byrjunarliði Fulham. Aston Villa hefur misst stóra bita í sumar. Stewart Downing fór til Liverpool, Ashley Young til Manchester United auk þess sem John Carew er farinn til West Ham. Shay Given stendur vaktina í markinu og verður í lykilhlutverki hjá Aston Villa ásamt Charlez N'Zogbia.Liverpool - Sunderland(Sport 2 & HD) Jordan Henderson mætir sínum gömlu félögum í Sunderland á Anfield. Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Luis Suarez er enn að jafna sig eftir Copa America og Steven Gerrard hefur glímt við meiðsli. Flestir aðrir ættu að vera klárir og verður fróðlegt að sjá hvort Downing, Adam, Henderson, Enrique og Carroll komi allir við sögu. Carroll glímdi við meiðsli síðari hluta síðasta tímabils en verður í lykilhlutverki í upphafi tímabils í fjarveru Úrúgvæjans. Sunderland hefur ekki eytt jafnmiklu og Liverpool en keypt fleiri menn. John O'Shea og Wes Brown komu frá United, Connor Wickham frá Ipswich, Sebastian Larson og Craig Gardner frá Birmingham. Alls hefur Steve Bruce nælt í tíu nýja leikmenn og verður fróðlegt að sjá hvort Svörtu kettirnir geti strítt liðsmönnum Kenny Dalglish. QPR - Bolton(Sport 3) Það verður Íslendingaslagur á Loftus Road í Lundúnum þegar QPR tekur á móti Bolton. Heiðar Helguson verður í leikmannahópi QPR en óvíst hversu mikinn þátt hann tekur í leiknum. QPR hefur bætt við sig framherjum og tóku meðal annars níuna af Heiðari sem leikur í treyju númer 22 á þessu tímabili. Grétar Rafn Steinsson hefur sitt fjórða tímabil hjá Bolton. Owen Coyle hefur misst nokkra sterka leikmenn á borð við Johan Elmander og Matthew Taylor. Kevin Davies verður á sínum stað og verður væntanlega duglegur að brjóta á andstæðingnum líkt og undanfarin ár.Wigan - Norwich(Sport 6) Paul Lambert mætir með Kanarífuglana á DW-völlinn í Wigan. Wigan tókst enn á ný að halda sæti sínu í deildinni á síðasta ári þrátt fyrir spár um annað. Norwich er nokkuð óskrifað blað líkt og Blackpool í fyrra og fátt um þekkt nöfn. Wigan seldi sinn besta mann, Charles N'Zogbia til Aston Villa og hefur lítið styrkt sig. Þeir töpuðu stórt á heimavelli gegn nýliðum Blackpool í fyrstu umferðinni í fyrra þar sem Marlon Harewood fór á kostum. Þeir vilja vafalítið ekki láta það henda aftur.Klukkan 16.30Newcastle - Arsenal(Sport 2 & HD) Besti leikur síðasta tímabils í úrvalsdeildinni var vafalítið 4-4 jafntefli liðanna á St. James' Park í fyrra. Arsenal komst í 0-4 en missti Diaby útaf og leikur liðsins hrundi. Fabregas og Nasri eru hvorugur í leikmannahópi Arsene Wegner en liðið hefur virkað brotthætt á undirbúningstímabilinu. Newcastle hefur selt Kevin Nolan og Jose Enrique auk þess sem Twitter-fíkillinn Joey Barton er ekki í náðinni. Gabriel Obertan verður væntanlega í lið Newcastle en hann stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu með Manchester United. Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið. Klukkan 14Blackburn - Wolves (Sport 5) Liðin áttu í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðin mættust í lokaumferðinni og þurftu sigur til þess að tryggja sig. Svo fór að Blackburn hafði 3-2 sigur en úrslit í öðrum leikjum þýddu að bæði lið björguðu sér frá falli. Reiknað er með því að bæði lið verði í botnbaráttu í vetur enda lítið styrkt sig. Jamie O'Hara hefur þó samið við Wolves og Blackburn reiknar með miklu af argentínska framherjanum Mauro Formica.Fulham - Aston Villa(Sport 4) Lærisveinar Martin Jol og Alex McLeish leiða saman hesta sína á Craven Cottage. Fróðlegt verður að sjá hvort bræðurnir John Arne og Björn Helge Riise verði í byrjunarliði Fulham. Aston Villa hefur misst stóra bita í sumar. Stewart Downing fór til Liverpool, Ashley Young til Manchester United auk þess sem John Carew er farinn til West Ham. Shay Given stendur vaktina í markinu og verður í lykilhlutverki hjá Aston Villa ásamt Charlez N'Zogbia.Liverpool - Sunderland(Sport 2 & HD) Jordan Henderson mætir sínum gömlu félögum í Sunderland á Anfield. Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Luis Suarez er enn að jafna sig eftir Copa America og Steven Gerrard hefur glímt við meiðsli. Flestir aðrir ættu að vera klárir og verður fróðlegt að sjá hvort Downing, Adam, Henderson, Enrique og Carroll komi allir við sögu. Carroll glímdi við meiðsli síðari hluta síðasta tímabils en verður í lykilhlutverki í upphafi tímabils í fjarveru Úrúgvæjans. Sunderland hefur ekki eytt jafnmiklu og Liverpool en keypt fleiri menn. John O'Shea og Wes Brown komu frá United, Connor Wickham frá Ipswich, Sebastian Larson og Craig Gardner frá Birmingham. Alls hefur Steve Bruce nælt í tíu nýja leikmenn og verður fróðlegt að sjá hvort Svörtu kettirnir geti strítt liðsmönnum Kenny Dalglish. QPR - Bolton(Sport 3) Það verður Íslendingaslagur á Loftus Road í Lundúnum þegar QPR tekur á móti Bolton. Heiðar Helguson verður í leikmannahópi QPR en óvíst hversu mikinn þátt hann tekur í leiknum. QPR hefur bætt við sig framherjum og tóku meðal annars níuna af Heiðari sem leikur í treyju númer 22 á þessu tímabili. Grétar Rafn Steinsson hefur sitt fjórða tímabil hjá Bolton. Owen Coyle hefur misst nokkra sterka leikmenn á borð við Johan Elmander og Matthew Taylor. Kevin Davies verður á sínum stað og verður væntanlega duglegur að brjóta á andstæðingnum líkt og undanfarin ár.Wigan - Norwich(Sport 6) Paul Lambert mætir með Kanarífuglana á DW-völlinn í Wigan. Wigan tókst enn á ný að halda sæti sínu í deildinni á síðasta ári þrátt fyrir spár um annað. Norwich er nokkuð óskrifað blað líkt og Blackpool í fyrra og fátt um þekkt nöfn. Wigan seldi sinn besta mann, Charles N'Zogbia til Aston Villa og hefur lítið styrkt sig. Þeir töpuðu stórt á heimavelli gegn nýliðum Blackpool í fyrstu umferðinni í fyrra þar sem Marlon Harewood fór á kostum. Þeir vilja vafalítið ekki láta það henda aftur.Klukkan 16.30Newcastle - Arsenal(Sport 2 & HD) Besti leikur síðasta tímabils í úrvalsdeildinni var vafalítið 4-4 jafntefli liðanna á St. James' Park í fyrra. Arsenal komst í 0-4 en missti Diaby útaf og leikur liðsins hrundi. Fabregas og Nasri eru hvorugur í leikmannahópi Arsene Wegner en liðið hefur virkað brotthætt á undirbúningstímabilinu. Newcastle hefur selt Kevin Nolan og Jose Enrique auk þess sem Twitter-fíkillinn Joey Barton er ekki í náðinni. Gabriel Obertan verður væntanlega í lið Newcastle en hann stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu með Manchester United.
Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira