Enski boltinn: Upphitun fyrir leiki dagsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2011 12:28 Cheik Tiote fagnar jöfnunarmarki sínu í 4-4 jafntefli Newcastle og Arsenal í fyrra. Nordic Photos/AFP Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið. Klukkan 14Blackburn - Wolves (Sport 5) Liðin áttu í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðin mættust í lokaumferðinni og þurftu sigur til þess að tryggja sig. Svo fór að Blackburn hafði 3-2 sigur en úrslit í öðrum leikjum þýddu að bæði lið björguðu sér frá falli. Reiknað er með því að bæði lið verði í botnbaráttu í vetur enda lítið styrkt sig. Jamie O'Hara hefur þó samið við Wolves og Blackburn reiknar með miklu af argentínska framherjanum Mauro Formica.Fulham - Aston Villa(Sport 4) Lærisveinar Martin Jol og Alex McLeish leiða saman hesta sína á Craven Cottage. Fróðlegt verður að sjá hvort bræðurnir John Arne og Björn Helge Riise verði í byrjunarliði Fulham. Aston Villa hefur misst stóra bita í sumar. Stewart Downing fór til Liverpool, Ashley Young til Manchester United auk þess sem John Carew er farinn til West Ham. Shay Given stendur vaktina í markinu og verður í lykilhlutverki hjá Aston Villa ásamt Charlez N'Zogbia.Liverpool - Sunderland(Sport 2 & HD) Jordan Henderson mætir sínum gömlu félögum í Sunderland á Anfield. Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Luis Suarez er enn að jafna sig eftir Copa America og Steven Gerrard hefur glímt við meiðsli. Flestir aðrir ættu að vera klárir og verður fróðlegt að sjá hvort Downing, Adam, Henderson, Enrique og Carroll komi allir við sögu. Carroll glímdi við meiðsli síðari hluta síðasta tímabils en verður í lykilhlutverki í upphafi tímabils í fjarveru Úrúgvæjans. Sunderland hefur ekki eytt jafnmiklu og Liverpool en keypt fleiri menn. John O'Shea og Wes Brown komu frá United, Connor Wickham frá Ipswich, Sebastian Larson og Craig Gardner frá Birmingham. Alls hefur Steve Bruce nælt í tíu nýja leikmenn og verður fróðlegt að sjá hvort Svörtu kettirnir geti strítt liðsmönnum Kenny Dalglish. QPR - Bolton(Sport 3) Það verður Íslendingaslagur á Loftus Road í Lundúnum þegar QPR tekur á móti Bolton. Heiðar Helguson verður í leikmannahópi QPR en óvíst hversu mikinn þátt hann tekur í leiknum. QPR hefur bætt við sig framherjum og tóku meðal annars níuna af Heiðari sem leikur í treyju númer 22 á þessu tímabili. Grétar Rafn Steinsson hefur sitt fjórða tímabil hjá Bolton. Owen Coyle hefur misst nokkra sterka leikmenn á borð við Johan Elmander og Matthew Taylor. Kevin Davies verður á sínum stað og verður væntanlega duglegur að brjóta á andstæðingnum líkt og undanfarin ár.Wigan - Norwich(Sport 6) Paul Lambert mætir með Kanarífuglana á DW-völlinn í Wigan. Wigan tókst enn á ný að halda sæti sínu í deildinni á síðasta ári þrátt fyrir spár um annað. Norwich er nokkuð óskrifað blað líkt og Blackpool í fyrra og fátt um þekkt nöfn. Wigan seldi sinn besta mann, Charles N'Zogbia til Aston Villa og hefur lítið styrkt sig. Þeir töpuðu stórt á heimavelli gegn nýliðum Blackpool í fyrstu umferðinni í fyrra þar sem Marlon Harewood fór á kostum. Þeir vilja vafalítið ekki láta það henda aftur.Klukkan 16.30Newcastle - Arsenal(Sport 2 & HD) Besti leikur síðasta tímabils í úrvalsdeildinni var vafalítið 4-4 jafntefli liðanna á St. James' Park í fyrra. Arsenal komst í 0-4 en missti Diaby útaf og leikur liðsins hrundi. Fabregas og Nasri eru hvorugur í leikmannahópi Arsene Wegner en liðið hefur virkað brotthætt á undirbúningstímabilinu. Newcastle hefur selt Kevin Nolan og Jose Enrique auk þess sem Twitter-fíkillinn Joey Barton er ekki í náðinni. Gabriel Obertan verður væntanlega í lið Newcastle en hann stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu með Manchester United. Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira
Mikil eftirvænting er fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingaslagur verður á Loftus Road, tvö af kaupóðustu félögunum mætast á Anfield og vonandi verður boðið upp á jafnmikla markaveislu á St. James' Park og í fyrra. Kíkjum nánar á málið. Klukkan 14Blackburn - Wolves (Sport 5) Liðin áttu í mikilli baráttu um að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Liðin mættust í lokaumferðinni og þurftu sigur til þess að tryggja sig. Svo fór að Blackburn hafði 3-2 sigur en úrslit í öðrum leikjum þýddu að bæði lið björguðu sér frá falli. Reiknað er með því að bæði lið verði í botnbaráttu í vetur enda lítið styrkt sig. Jamie O'Hara hefur þó samið við Wolves og Blackburn reiknar með miklu af argentínska framherjanum Mauro Formica.Fulham - Aston Villa(Sport 4) Lærisveinar Martin Jol og Alex McLeish leiða saman hesta sína á Craven Cottage. Fróðlegt verður að sjá hvort bræðurnir John Arne og Björn Helge Riise verði í byrjunarliði Fulham. Aston Villa hefur misst stóra bita í sumar. Stewart Downing fór til Liverpool, Ashley Young til Manchester United auk þess sem John Carew er farinn til West Ham. Shay Given stendur vaktina í markinu og verður í lykilhlutverki hjá Aston Villa ásamt Charlez N'Zogbia.Liverpool - Sunderland(Sport 2 & HD) Jordan Henderson mætir sínum gömlu félögum í Sunderland á Anfield. Liverpool hefur farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Luis Suarez er enn að jafna sig eftir Copa America og Steven Gerrard hefur glímt við meiðsli. Flestir aðrir ættu að vera klárir og verður fróðlegt að sjá hvort Downing, Adam, Henderson, Enrique og Carroll komi allir við sögu. Carroll glímdi við meiðsli síðari hluta síðasta tímabils en verður í lykilhlutverki í upphafi tímabils í fjarveru Úrúgvæjans. Sunderland hefur ekki eytt jafnmiklu og Liverpool en keypt fleiri menn. John O'Shea og Wes Brown komu frá United, Connor Wickham frá Ipswich, Sebastian Larson og Craig Gardner frá Birmingham. Alls hefur Steve Bruce nælt í tíu nýja leikmenn og verður fróðlegt að sjá hvort Svörtu kettirnir geti strítt liðsmönnum Kenny Dalglish. QPR - Bolton(Sport 3) Það verður Íslendingaslagur á Loftus Road í Lundúnum þegar QPR tekur á móti Bolton. Heiðar Helguson verður í leikmannahópi QPR en óvíst hversu mikinn þátt hann tekur í leiknum. QPR hefur bætt við sig framherjum og tóku meðal annars níuna af Heiðari sem leikur í treyju númer 22 á þessu tímabili. Grétar Rafn Steinsson hefur sitt fjórða tímabil hjá Bolton. Owen Coyle hefur misst nokkra sterka leikmenn á borð við Johan Elmander og Matthew Taylor. Kevin Davies verður á sínum stað og verður væntanlega duglegur að brjóta á andstæðingnum líkt og undanfarin ár.Wigan - Norwich(Sport 6) Paul Lambert mætir með Kanarífuglana á DW-völlinn í Wigan. Wigan tókst enn á ný að halda sæti sínu í deildinni á síðasta ári þrátt fyrir spár um annað. Norwich er nokkuð óskrifað blað líkt og Blackpool í fyrra og fátt um þekkt nöfn. Wigan seldi sinn besta mann, Charles N'Zogbia til Aston Villa og hefur lítið styrkt sig. Þeir töpuðu stórt á heimavelli gegn nýliðum Blackpool í fyrstu umferðinni í fyrra þar sem Marlon Harewood fór á kostum. Þeir vilja vafalítið ekki láta það henda aftur.Klukkan 16.30Newcastle - Arsenal(Sport 2 & HD) Besti leikur síðasta tímabils í úrvalsdeildinni var vafalítið 4-4 jafntefli liðanna á St. James' Park í fyrra. Arsenal komst í 0-4 en missti Diaby útaf og leikur liðsins hrundi. Fabregas og Nasri eru hvorugur í leikmannahópi Arsene Wegner en liðið hefur virkað brotthætt á undirbúningstímabilinu. Newcastle hefur selt Kevin Nolan og Jose Enrique auk þess sem Twitter-fíkillinn Joey Barton er ekki í náðinni. Gabriel Obertan verður væntanlega í lið Newcastle en hann stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu með Manchester United.
Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Sjá meira