Liverpool náði aðeins í stig - Bolton rúllaði yfir QPR Stefán Árni Pálsson skrifar 13. ágúst 2011 16:00 Luis Suárez eftir að hann misnotaði vítaspyrnuna. Mynd./ Getty Images Fyrsta umferð enska boltans hófst í dag með fimm leikjum og því er þriggja mánaða bið á enda. Bolton Wanderers tóku nýliðina í QPR í kennslustund og rústuðu leiknum 4-0. Liverpool náði aðeins í eitt stig gegn Sunderland á Anfield, en Liverpool brenndi af úr vítaspyrnu í byrjun leiks. Liverpool tók á móti Sunderland á Anfield og fengu þeir rauðklæddu draumabyrjun þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Luis Suárez fór á punktinn og skaut hátt yfir. Fyrsta mark leiksins kom síðan nokkrum mínútum síðar og þá bætti Suárez fyrir mistök sín þegar hann skoraði af stuttu færi. Gestirnir náðu að jafna metin tíu mínútum fyrir leikslok þegar Sebastian Larsson jafnaði með fínu marki. Úlfarnir sóttu Blackburn heim og það voru heimamenn sem byrjuðu betur með marki eftir um tuttugu mínútna leik þegar Mauro Formica skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik fyrir Blackburn. Það tók Úlfana aðeins tvær mínútur að jafna leikinn en þar var að verki Stephen Ward sem skallaði boltann í netið eftir fína fyrirgjöf frá Matthew Jarvis. Gestirnir fengu vítaspyrnu strax í upphafi síðari hálfleiks en Kevin Doyle misnotaði spyrnuna. Strax í næstu sókn náðu Wolves að bæta fyrir mistökin og Stephen Ward skoraði annað mark gestanna og því niðurstaðan 1-2 fyrir Úlfana. Það var sannkallaður Íslendingaslagur í London þegar Heiðar Helguson og félagar í Queens Park Rangers fengu Bolton í heimsókn en Grétar Rafn Steinsson leikur með Bolton. Grétar Rafn var í byrjunarliði Bolton en Heiðar var á varamannabekk heimamanna. Gary Cahill kom gestunum yfir þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og því var staðan 0-1 í hálfleik. Daniel Gabbidon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Ivan Klasnic Bolton í 3-0. Tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Fabrice Muamba fjórða mark gestanna og niðurlæging nýliðana staðreynd. Wigan og Norwich mættust á DW Stadium, heimavelli Wigan. Fyrsta mark leiksins kom eftir tuttugu mínútur en þá skoraði Ben Watson úr vítaspyrnu en brotið var á Di Santo innan teigs og vítaspyrna dæmt. Rétt undir lok fyrri hálfleiks náði Norwich að jafna metin þegar Wes Hoolahan skoraði eftir slæm mistök frá Ali Al-Habsi, markverði Wigan. Fulham og Aston Villa gerðu síðan markalaust jafntefli í heldur tíðindalitlum leik. Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Fyrsta umferð enska boltans hófst í dag með fimm leikjum og því er þriggja mánaða bið á enda. Bolton Wanderers tóku nýliðina í QPR í kennslustund og rústuðu leiknum 4-0. Liverpool náði aðeins í eitt stig gegn Sunderland á Anfield, en Liverpool brenndi af úr vítaspyrnu í byrjun leiks. Liverpool tók á móti Sunderland á Anfield og fengu þeir rauðklæddu draumabyrjun þegar þeir fengu dæmda vítaspyrnu. Luis Suárez fór á punktinn og skaut hátt yfir. Fyrsta mark leiksins kom síðan nokkrum mínútum síðar og þá bætti Suárez fyrir mistök sín þegar hann skoraði af stuttu færi. Gestirnir náðu að jafna metin tíu mínútum fyrir leikslok þegar Sebastian Larsson jafnaði með fínu marki. Úlfarnir sóttu Blackburn heim og það voru heimamenn sem byrjuðu betur með marki eftir um tuttugu mínútna leik þegar Mauro Formica skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í sínum fyrsta leik fyrir Blackburn. Það tók Úlfana aðeins tvær mínútur að jafna leikinn en þar var að verki Stephen Ward sem skallaði boltann í netið eftir fína fyrirgjöf frá Matthew Jarvis. Gestirnir fengu vítaspyrnu strax í upphafi síðari hálfleiks en Kevin Doyle misnotaði spyrnuna. Strax í næstu sókn náðu Wolves að bæta fyrir mistökin og Stephen Ward skoraði annað mark gestanna og því niðurstaðan 1-2 fyrir Úlfana. Það var sannkallaður Íslendingaslagur í London þegar Heiðar Helguson og félagar í Queens Park Rangers fengu Bolton í heimsókn en Grétar Rafn Steinsson leikur með Bolton. Grétar Rafn var í byrjunarliði Bolton en Heiðar var á varamannabekk heimamanna. Gary Cahill kom gestunum yfir þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og því var staðan 0-1 í hálfleik. Daniel Gabbidon varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 67. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar kom Ivan Klasnic Bolton í 3-0. Tíu mínútum fyrir leikslok skoraði Fabrice Muamba fjórða mark gestanna og niðurlæging nýliðana staðreynd. Wigan og Norwich mættust á DW Stadium, heimavelli Wigan. Fyrsta mark leiksins kom eftir tuttugu mínútur en þá skoraði Ben Watson úr vítaspyrnu en brotið var á Di Santo innan teigs og vítaspyrna dæmt. Rétt undir lok fyrri hálfleiks náði Norwich að jafna metin þegar Wes Hoolahan skoraði eftir slæm mistök frá Ali Al-Habsi, markverði Wigan. Fulham og Aston Villa gerðu síðan markalaust jafntefli í heldur tíðindalitlum leik.
Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira